Laugardagur 24. febrúar, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Friður í Evrópu! Heimsstyrjöldinni síðari lauk formlega í dag árið 1945

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurdagur í Evrópu er haldinn hátíðlega víða um heim í dag. Þennan dag árið 1945 endaði heimsstyrjöldin hin síðar formlega með uppgjöf Þjóðverja.

Síðari heimsstyrjöldin stóð yfir frá árinu 1939 til 1945. Styrjöldin teygði anga sína frá Evrópu til Bandaríkjanna, Asíu og Afríku. Rúmlega 30 lönd áttu í beinum átökum. Meirihluti þjóða heims komu óbeint að stríðinu.

Heimsstyrjöldin er mannskæðasta stríð sem háð hefur verið. Tala látinna er metin frá fimmtíu til 85 milljónir manna.

„Vitað er að samningar um skilyrðislausa uppgjöf voru undirritaðir í bækistöðvum Eisenhowers í fyrrinótt,“ sagði á forsíðu Morgunblaðsins, 8. maí árið 1945. Þar kemur fram að Noregur sé nú frjáls á ný. Noregur var hertekinn af Þjóðverjum í stríðinu.

Forsíða Morgunblaðsins 8. maí 1945.

„Friður í Evrópu! Sameinuðu þjóðirnar hafa sigrað fasistaríkin,“ segir forsíða Þjóðviljans í tilefni formlegra stríðsloka. Þjóðviljinn fjallaði um morðið á Guðmundi Kamban rithöfundi í Kaupmannahöfn. „Sú fregn hefur borist frá Kaupmannahöfn að danskir föðurlandsvinir hafi skotið Guðmund Kamban rithöfund,“ segir á forsíðu blaðsins. „Fóru þeir til hans inn í matsöluhús og báðu hann um að koma með sér, en hann neitaði og bjóst til varnar og var þá skotinn.“ Þjóðviljinn segir einnig að fullsannað sé talið að hann hafi haft samvinnu við Þjóðverja á hernámsárunum.

Forsíða Þjóðviljans 8. maí 1945.

Sveinn Einarsson er höfundur ævisögu Guðmundar Kamban sem kom út árið 2013. Sveinn dregur hugmyndir um að rithöfundurinn hafi verið nasisti af raunverulegri trú í efa.

Styrjaldarlok í Evrópu í dag sagði Tíminn árið 1945. Blaðið gerir frjálsa Danmörku að forsíðufrétt og birtir mynd af Kristjáni tíunda.  „Síðan íslenska lýðveldið var stofnað á síðasta ári hefur enginn atburður vakið jafnmikinn fögnuð hér á landi og frelsun Danmerkur. Strax þegar fregnir um uppgjöf þýska hersins í Danmörku barst hingað að kvöldi fjórða þessa mánaðar voru fánar víða dregnir að hún og allan næsta dag blöktu fánar á stöng víðs vegar ´sveitum, þorpum og kaupstöðum landsins.“ Blaðið segir þessi viðbrögð sýna hve sterkan bróðurhug íslensk þjóð hafi til Dana.

- Auglýsing -
Tíminn 8. maí 1945.

„Skilyrðislaus uppgjöf þjóðverja undirrituð kl. 2.41 í fyrrinótt í Rheim,“ segir Vísir. Síðan rekur upphaf stríðsins frá innrásinni gegn Póllandi. Þá segir blaðið frá fyrirskipun Heinrich Himmler, arkitekt helfararinnar, um að allir fangar í Dachau fangabúðunum skyldu myrtir. „Hersveitir Bandaríkjamanna hafa komist yfir fyrirskipun frá Himmler þar sem nasistum þeim, sem fanganna gættu, voru gefin ströng fyrirmæli um, að láta engan fanga sleppa lifandi í hendur bandamanna,“ segir blaðið.

Vísir 8. maí 1945.gu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -