Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Þjóðarleiðtogar gagnrýna ofsóknir á hendur Assange á allsherjaþinginu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir þjóðarleiðtogar hafa gagnrýnt ofsóknirnar á hendur blaðamanninum Julian Assange á yfirstandandi allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Sá þriðji benti á hræsni Bandaríkjanna í tengslum við málið í viðtali vegna komu hans á þingið. Katrín Jakobsdóttir er ekki einn þeirra þjóðarleiðtoga.

Það sem liðið er af allsherjarfundi Sameinuðu þjóðanna í New York, hafa þrír þjóðarleiðtogar tjáð sig um þær ofsóknir sem Julian Assange, fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, hefur mátt sæta síðustu árin en honum er nú haldið í alræmdu öryggisfangelsi í Bretlandi og bíður þess að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hans bíður allt að 175 ára fangelsisdómur, fyrir að birta leynilegar upplýsingar um stríðsglæpi Bandaríkjahers.

Þjóðarleiðtogarnir eru allir frá Suður-Ameríku en það eru þeir Lulu da Silva, forseti Braselíu, Gustavo Pedro Kólumbíuforseti og Xiomara Castro forseti Honduras. Lulu da Silva sagði meðal annars eftirfarandi í ræðu á þinginu: „Það er grundvallaratriði að tryggja frjálsa fjölmiðla. Það er ótækt að refsa blaðamanni eins og Julian Assange fyrir að upplýsa samfélagið með gagnsæum og lögmætum hætti,“ en þýðingin er fengin frá Kristni Hrafnssyni, sem vakti athygli á þessu á Facebook.

Gustavo Pedro gagnrýndi ofsóknirnar á hendur Assange í viðtali sem hann fór í hjá Democracy Now! í tilefni komu hans á allsherjarþingið í New York.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands er á þinginu en hefur ekki enn vakið máls á máli Julian Assange. Mannlíf spurði Katrínu í sumar hvort íslensk stjórnvöld hefðu beitt sér á einhvern hátt í máli Assange en svarið sem barst var einfalt: „Íslensk stjórnvöld hafa ekki beitt sér í málaferlum erlendis gagnvart Julian Assange.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -