Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Sameinuðu þjóðirnar samþykktu mannúðaraðstoð á Gaza – Ísland sat hjá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ályktun Jórdana um tafarlaust og langvarandi vopnahlé var samþykkt í kvöld á Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þá var þess aukreitis krafist að farið sé eftir alþjóðlegum mannréttindalögum og að nauðsynjum verð tryggð örugg leið inn á Gaza. Ísland sat hjá.

Í frétt RÚV kemur fram að í ályktuninni hafi einnig verið kallað eftir því að öllum almennum borgurum sem teknir voru í gíslingu, verði sleppt undir eins. Alls greiddu 120 ríki atkvæði með ályktuninni, 14 greiddu gegn henni og 45 sátu hjá. Ekki var ályktunin bindandi.

Ísland, ásamt öllum Norðurlöndunum fyrir utan Noreg, sat hjá. Norðmenn samþykktu ályktunina. Bandaríkin kaus gegn henni og það sama gerði Ísrael, Austuríki og Tékkland, svo einhver lönd séu nefnd. Athygli vekur að Úkraína sat hjá á meðan Rússland samþykkti ályktunina.

Kanada lagði fram breytingatillögu, sem Ísland studdi, en þar voru Hamas og hryðjuverk þeirra fordæmd. Ekki hlaut tillagan næg atkvæði til að verða partur af ályktuninni. Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Jörundur Valtýsson, talaði fyrir hléi á átökum, svo koma megi nauðsynlegum hjálpargögnum til Gaza. Sagði hann að koma verði á viðvarandi lausn í deilum Palestínu og Ísraels, í formi tveggja ríkja lausnar sem byggði á alþjóðalögum.

Tæplega 3000 palestínsk börn hafa verið myrt í árásum Ísraelshers í október.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -