Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Frosti fordæmir aðför að Þórði Má: „Harpa setur málefni stórs almenningshlutafélags í uppnám“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„En er til betra dæmi um forréttindablindu heldur en málflutningur Hörpu Jónsdóttur forstjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þegar hún setur málefni stórs almenningshlutafélags í uppnám og heimtar að ein ásökun gildi, ásökun sem fékkst ekki staðist samkvæmt leikreglum réttarríkisins,“ segir Frosti Logason í þætti sínum Harmageddon  þar sem hann kemur til varnar Þórði Má Jóhannessyni sem stjórnarmanni í Festi, eiganda Krónunnar og N1.

Vítalía og Arnar voru sökuð um fjárkúgun í Pottamálinu.

Mikil ólga hefur verið innan félagsins eftir að Vítalía Lazereva bar Þórð Má og Hreggvið Jónsson þeim sökum að hafa ásamt Ara Edwald og Arnari Grant, brotið gegn sér í heitum potti við sumarhús Þórðar. Málið fór til lögreglu sem taldi ekki efni til ákæru. Vítalía og Arnar voru í framhaldinu kærð fyrir að hafa beitt þremenningana fjárkúgun. Það mál féll einnig um sjálft sig.

Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður Festar.

Þórður Már er stór hluthafi í Festi og sat í stjórn þegar ásakanirnar komu fram. Hann sagði af sér stjórnarmennsku en hefur nú gefið kost á sér að nýju og hlaut náð fyrir augum valnefndar. Óánægja er að meðal annarra hluthafa vegna þessa. Frosti fordæmir afstöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Tilefnið er frétt Heimildarinnar um andstöðuna við Þórð.

Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
Frosti fordæmir framgöngu Hörpu.

Frosti telur vera tengsl milli Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Heimildarinnar, og Hörpu.

Hann segir að á Íslandi hafi myndast tveir mismunandi heimar með tvennskonar siðferði. „Það er heimur opinberra starfsmanna, þeirra sem búa í réttarríki og njóta ríflegra eftirlauna úr sjóðum sem eru óháðir því hvernig þeir ávaxtast, sem ríkið ábyrgist með sköttum. Og svo eru það hinir, starfsmenn einkafyrirtækja, idíótarnir, sem ekki eigi að búa við reglur réttarríkisins, hverra lífeyrir á starfsævinni skal skerðast ef markmið um ávöxtun sjóða næst ekki,“ segir Frosti í pistli sínum.

Forréttindablinda

Það fá fleiri á baukinn í pistli Frosta. Hann bendir á að refsing nái gjarnan ekki til opinberra starfsmanna, jafnvel þótt um skattsvik sé að ræða. Þar er hann væntanlega að vísa til skattaundanskota tengdum Sigríði Dögg Auðunsdóttur, fréttamanns RÚV og formanns Blaðamannafélags Íslands sem neitað hefur að upplýsa um stærð brota sinna.

- Auglýsing -
Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ

„Ef þú ert opinber starfsmaður á RÚV til dæmis skiptir ekki máli þó um sönnuð brot sé að ræða eins og skattaundanskot til dæmis og ef þú ert formlegur sakborningur í sakamáli kallar það í mesta lagi á tilfærslu til annarrar ríkisstofnunar,“ skrifar Frosti og vísar til forréttindablindu.

„Já, við erum að tala um forréttindablindu, líka vegna þess að lífeyrissjóður opinberra starfsmanna, þeir hafa ekki aðhald frá sínum sjóðfélögum varðandi árangur við ávöxtun fjármuna. Þeir geta lofað fastri ávinnslu lífeyrisréttinda óháð því hvort woke hernaður þeirra skaði ávöxtun þeirra og annarra á markaðnum. Þeir senda bara skattgreiðendum reikninginn fyrir mismuninum. Það geta lífeyrissjóðir á almennum markaði eða aðrir fjárfestar ekki gert,“ skrifar Frosti Logason og spyr hvert Ísland sé eiginlega komið ef yfirlýst stefna opinberra stofnana sé að hér á Íslandi skuli ekki vera starfrækt réttarríki.

„Alltaf þegar rætt er um fjárveitingar til stofnunar Sameinuðu þjóðanna á Gaza, UNWRA, vegna meintrar þátttöku í hryllilegum hryðjuverkum, segja margir: En þetta eru bara ásakanir. Það er ekki hægt að dæma fyrr en búið er að rannsaka. En hér uppi á Íslandi telur sama fólk oft að slíkt réttaröryggi þurfi bara alls ekki að vera til staðar, eins og til dæmis í máli hluthafans Þórðar Más“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -