Laugardagur 14. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fuglaflensa staðfest í rauðrefum: „Óeðlilega lítið af yrðlingum á Hornströndum í ár“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur ekki enn borist hræ frá yrðlingi til að staðfesta hvort hann hafi fallið af fuglaflensu. Stofnunin sér um taka sýni úr dauðum íslenskum refum og rannsaka. Í samtali við Esteri Rut Unnsteinsdóttur, líffræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, staðfestir hún að þau Jón Helgason hafa verið í samskiptum vegna fjölda dauðra yrðlinga vestur á Hornbjargi.

Aðspurð hvort hún telji líklegt að um fuglaflensusmit sé um að ræða svarar hún: „Ég get engu svarað um það, en þessir yrðlingar úr þessu goti hafa verið með líkamlega áverka.“ og bætir við að ekki sé útilokað að þeir hafi verið drepnir af öðru dýri.

Aðspurð hvort óeðlileg afföll hafi verið í refastofninum í ár svarar hún: „Það var óeðlilega lítið af yrðlingum á Hornströndum í ár, en öll dýrin virtust heilbrigð og við sáum enga veika fugla. Svo ekkert staðfesti það að við þyrftum að bregðast við út af fuglaflensu.“

Staðfest fuglaflensusmit í rauðrefum

Náttúrufræðistofnun Íslands sendi á veiðimenn um land allt skýrslu og beiðni þess efnis að senda stofnunni hræ af dýrum sem fallið hafa til við grenjavinnslu svo hægt væri að taka sýni fyrir skönnun. Upplýsingar og greinar erlendis frá hafa sýnt að rándýr sem hafa étið veika fugla smitist af flensunni, og má þar á meðal nefna rauðrefi – og yrðlingar hafa drepist. Ester útskýrir að lítið hefur nást að rannsaka málið hérlendis þar sem yrðlingar fæðast að vori um svipað leyti og farfuglarnir komi. „En við höfum ekki heyrt um neitt alvarlegt atvik sem vakti miklar grunsemdir hér,“ bætir Ester við.

Ekki liggja nákvæmar upplýsingar um hvort spendýr sem smitist af flensunni geti smitað önnur spendýr, en gefið hefur verið út að þessi stofn af veirunni sé sérstaklega smitandi. „Það sást einmitt af fréttum hérlendis að súlan var mjög útsett fyrir þessu. Það er fugl sem er í mjög þéttu varpi,“ útskýrir Ester.

- Auglýsing -

Íslenski refastofninn

Íslenski refastofninn hefur verið í hámarki í mörg ár og telur um það bil 9.000 dýr og er stærsti stofninn í Evrópu að Rússlandi utantöldu. Stofninn hér telur 90 prósent af öllum stofninum í Norðurlöndunum. „Við eigum okkar sterka stofn sem þó getur verið viðkvæmur fyrir utanaðkomandi sýkingum, eins og algengt er með staðbundna stofna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -