Kennarinn og eigandi Hugmyndabankans, Margrét Ýr Ingimarsdóttir, og fjárfestirinn og frumkvöðullinn Reynir Finndal Grétarsson, anda nú að sér lofti ástarinnar; þau eru nýtt par og afar sætt.

Hafa þau Margrét og Reynir verið að hittast frá áramótum.
Reynir – er stofnaði CreditInfo – var áður í sambandi með Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur, ráðgjafa í vinnusálfræði sem og fyrrverandi fegurðardrottningu Íslands.

Margrét er menntaður kennari; þekkt fyrir skemmtilegar hugmyndir í kennslu og fræðslu; skildi við eiginmann sinn og barnsföður, lögmanninn Ómar R. Valdimarsson, í fyrra.
