Þriðjudagur 27. febrúar, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fyrsta sjósundskeppnin í Hvammsvík – 1200 metrar í 11 gráðu heitu vatni! SJÁÐU MYNDIRNAR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skúli Mogensen og fjölskylda opnuðu sjóböðin í Hvammsvík í Hvalfirði laugardaginn 16. júlí, fyrir gesti 12 ára og eldri. Í dag var svo haldin fyrsta sjósundskeppni sjóbaðanna. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að Hvammsvík og ekki er annað að sjá en að þar hafi verið mikið fjör og vel reynt sjósundsfólk á ferðinni.

Eitt það besta við Ísland, er heita vatnið. Jarðhitinn er notaður á svo margan hátt, með jarðvarmavirkjunum að framleiða hreina raforku, að hita húsin okkar, og sundlaugar og baðstaði. Fyrsta steypta sundlaugin á Íslandi var byggð í Laugardalnum í Reykjavík 1908. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú um 20 sundlaugar, og hver bær, hvert sveitarfélag á Íslandi hefur auðvitað sína sundlaug. Síðan Bláa lónið hóf starfsemi fyrir tæpum 30 árum hefur upplifunar baðstöðum fjölgað mjög, og fjölgar enn.

Verkefnið í Hvammsvík átt sér langan aðdraganda en gamla náttúrulaugin í fjöruborðinu í Hvammsvík hefur verið vinsæl á meðal ferðamanna, sjósundsfólks og göngugarpa í tugi ára. Með opnum sjóðbaðanna hefur laugunum fjölgað og eru nú átta talsins með mismunandi hitastigi. Saga Hvamms­vík­ur er stór­brot­in og nær allt aft­ur til land­náms þegar Hvamm-Þórir sett­ist þar að og ýms­ar minj­ar má finna á svæðinu. Hvamms­vík er í aðeins 45 mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá Reykja­vík.

- Auglýsing -

Hönnun sjóbaðanna tók mið af náttúrunni og sögunni en þjónustuhúsið er byggt á gömlum braggagrunni frá stríðsárunum, einum af mörgum sem leynast í Hvammsvíkinni.

- Auglýsing -

Sjóböðin verða opin daglega frá klukkan 11 til 22 og þurfa gestir að bóka aðgang fyrir fram á heimasíðunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -