Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Geðshræðing Stefáns: „Á löngum köflum vissi ég allt um gjaldþrotalöggjöf fyrirtækja í Englandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sagnfræðingurinn og bjóristinn Stefán Pálsson hefur um áratugaskeið haldið með Luton Town í enska boltanum. Hann fagnar:

„Jahérna… Það að binda tilfinningar sínar við íþróttafélag í öðrum löndum tekur stundum á sig skrítnar myndir. Eftir fjörutíu ár af tilfinningalegri sambúð við Luton Town hef ég upplifað allan skalann af tilfinningum. Oft og lengi ósigra og niðurlægingu. Á löngum köflum vissi ég allt um gjaldþrotalöggjöf fyrirtækja í Englandi. Það komu mörg ár í utandeildinni þar sem maður var við það að missa trúnna á að nokkuð annað biði en leikir við hálfatvinnumannalið á stöðum sem enginn óinnvígður getur fundið í korti.“

Lið Luton Town keppnistímabilið 1982-3.

En nú er sólin farin að skína og Stefán vonar:

Luton Town í dag.

„Í kvöld tryggði Luton sér sæti í verðmætasta leik fótboltans – úrslitaleik umspilsins í Championship-deildinni. Þetta er mesta öskubuskuævintýri allra tíma og fæst átta sig á því hvað þetta er stórt. Af liðunum 24 í þessari deild er Luton líklega með 3-4 lægsta launakostnaðinn. Nær öll hin liðin geta keypt upp hvern einasta leikmann með því að borga honum betur. En liðið er stærra en summan af leikmönnunum. Við erum komnir á Wembley og ég er í verulegri geðshræringu og veit eiginlega ekki mitt rjúkandi ráð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -