Mánudagur 20. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Gísli rólegur númer 258 á biðlistanum eftir geimferðinni: „Ég fer með íslenska fánann með mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er ekkert mál að bíða eftir Branson,“ segir Gísli Gíslason athafnamaður sem árið 2010, fyrir 14 árum, keypti sér farmiða út í geim með Virgin Galatic, fyrirtæki milljarðamæringsins og ævintýramannsins Richards Branson. Miði Gísla er númer 258.

Geimferjan

Biðin ógurlega eftir geimferðinni hefur vakið mikla athygli erlendis. Gísli, sem er skráður geimfari í símaskrá, segir í samtali við Mannlíf að hann reikni með að komast út í geim eftir 2-3 ár. Nú er reiknað með að fyrstu menn á biðlistanum fari út í geim í sumar. Upphaflega var áætlað að ferðin með Íslendinginn út í geim yrði farin árið um sex til átta árum síðar. Sú áætlun breyttist hins vegar þegar sá hræðilegi atburður átti sér stað að tilraunaflaug með tvo flugmenn sprakk skömmu eftir flugtak í nóvember 2014.

Fjölskylda og vinir Gísla fóru þá að spyrja hann reglulega hvort hann væri ekki hættur við að fara út í geim, sem á endanum leiddi til þess að Gísli fékk vin sinn, Fjölni Geir Bragason, til að flúra vörumerki Virgin Galactic á vinstri framhandlegginn. Næst þegar þessar spurningar komu bretti Gísli upp erminni.

Geimfarinn og húðflúrarinn.

Miðinn kostaði á sínum tíma 200 þúsund dollara. Nú er verðmiðinn talinn vera um milljón dollarar eða rúmlega 140 milljónir íslenskra króna. Gísli segir að þrátt fyrir þessa löngu bið eftir að komast út í geim, þá séu fáir miðaeigendur að kvarta. Richard Branson kunni sitt fag og sé nokkuð góður í að sjá til þess að engum leiðist.

Gísli Gíslason og Richard Branson.

Hann kunni að halda partí, sem eru orðin ófá, með þeim sem eru á listanum yfir þá sem bíða þess að komast út í geim. Gísli er ekki í vafa um að geimferðin sé handan við hornið. Aðeins einn Íslendingur, Bjarni Tryggvason, hefur áður farið út í geim. Hann var með kanadíska fánann með sér.

- Auglýsing -

„Ég fer með íslenska fánann með mér,“ segir Gísli.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -