Mánudagur 15. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

„Gleði og ánægja“ hjá iðkendum í World Class í dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta fór vel af stað í morgun. Það er mikil gleði og ánægja hjá fólki,“ segir Björn Þór Sigurbjörnsson, einkaþjálfari World Class, í samtali við Mannlíf. Stöðvar World Class hafa verið opnaðar eftir tveggja mánaða lokun í hertu samkomubanni.

Björn Þór Sigurbjörnsson. Mynd / Hákon Davíð

Björn segir ánægjulegt að sjá að fólk er meðvitað um umhverfi sitt og virðir tveggja metra regluna eftir bestu getu. „Fólk er greinilega að taka tillit til annarra viðskiptavina og er líka duglegt að nota handsprittið,“ segir Björn.

Aðspurður hvort að einhverjar raðir hafi myndast í dag segir Björn: „Nei, ekki af mér vitandi. Fyrir utan röðina sem myndaðist fyrir utan World Class Laugum rétt fyrir miðnætti þegar fólk beið eftir að dyrnar yrðu opnaðar í fyrsta sinn í langan tíma.“

Björn segir gleðina vera allsráðandi og að fólk sé augljóslega ánægt með að vera komið til baka í ræktina.

Þess má geta að öll þrektæki í tækjasal World Class eru í notkun núna. „Já, þau eru öll í notkun. Við fylgjum leiðbeiningum frá embætti landlæknis, þar kemur fram að tveggja metra reglan sé valkvæð. En ég hvet fólk til að fara varlega og taka tillit til hvors annars,“ útskýrir Björn.

Í leiðbeiningum landlæknis segir meðal annars: „Í heilsuræktarstöðvum er 2ja metra reglan um nándarmörk valkvæð, en iðkendur eru beðnir um að virða regluna eins og best má verða.“ Leiðbeiningarnar má sjá hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -