Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Gleðipinnar og Hreyfill svara ásökunum og varpa ljósi á hvernig staðið er að málum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gleðipinnar ehf. og Hreyfill hafa sent frá sér tilkynningu vegna pistils sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Í umræddum pistli sakar höfundurinn, Ævar Gleðipinna ehf. um „gróft ásetningsbrot“ með heimsendingarþjónustu sinni sem er unnin í samstarfi við Hreyfil. Ævar spyr hvar eftirlitið sé og varpar þeirri spurningu fram hver ábyrgð veitingastaða sé beri þeir COVID-19 smit á milli húsa með heimsendum mat.

Í samtali við Mannlíf segir Jóhannes Ásbjörnsson, markaðsstjóri Gleðipinna, samstarf Gleðipinna og Hreyfils vera unnið í samvinnu við Heilbrigðiseftirlitið til að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsfólks. „Við hefðum ekki farið af stað með þetta öðruvísi,“ segir Jóhannes.

Í tilkynningu Gleðipinna og Hreyfils er heimsendingarferlinu lýst og þau atriði talin upp sem eiga að tryggja öryggi viðskiptavina.

Tilkynningu Gleðipinna og Hreyfils í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Það eru þeir Jóhannes og Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, sem senda tilkynninguna.

Í Fréttablaðinu, fimmtudaginn 23. apríl, varpar Ævar Ingi Pálsson, pípulagningarmeistari og matargat, fram spurningu um ábyrgð veitingastaða á tímum Covid-19. Ævar nefnir sérstaklega samstarf Gleðipinna og Hreyfils um heimsendingar í því samhengi. Þessi spurning á fullan rétt á sér og ekkert nema sjálfsagt að varpa ljósi á það hvernig Gleðipinnar og Hreyfill standa að sínum málum. 

Samstarf Gleðipinna og Hreyfils er unnið í samráði við Heilbrigðiseftirlitið sem hefur fengið allar upplýsingar um heimsendingarferlið. Heilbrigðiseftirlitið á hrós skilið fyrir fyrir að fræða og styðja við veitingamenn þegar kemur að útfærslu á þeim dreifileiðum sem hafa verið notaðar í meiri mæli en áður sökum ástandsins sem við höfum búið við undanfarnar vikur. 

- Auglýsing -

Hér að neðan er stutt samantekt yfir það hvernig við tryggjum öryggi okkar matvæla: 

  • -Gleðipinnar bjóða snertilausar greiðslur á öllum sínum stöðum og leitast við að lágmarka alla snertifleti í þjónustuferlinu. 
  • -Umbúðir sem notast er við í heimsendingum uppfylla öll nauðsynleg skilyrði og hafa verið notuð í „Take away“ um árabil.
  • -Heimsending er aðeins í boði í gegnum síma og greitt er með símgreiðslu.
  • -Bílstjóri hringir ávallt í viðskiptavin þegar hann er kominn á afhendingarstað og fær upplýsingar um hvort skilja eigi matinn eftir við dyr. 
  • -Bílstjórar eru ekki neinum samskiptum við eldhús veitingastaðanna.
  • -Tryggt er að flutningur taki ekki lengri tíma en 30 mínútur.
  • -Allur búnaður sem notaður er til eldamennsku og í heimsendingarferlinu er sótthreinsaður með reglubundnum hætti.
  • -Aðeins leigubifreiðar með tilskilin leyfi hjá Hreyfli sendast með mat og eru allir bílar sótthreinsaðir með reglubundum hætti. 
  • -Bílstjórar hafa fengið upplýsingar um hvernig meðhöndla skuli matarsendingar og fylgir Hreyfill öllum fyrirmælum og leiðbeiningum Sóttvarnarlæknis og yfirvalda varðandi einkenni Covid-19 og annarra veikinda.
  • -Maturinn er fluttur í framsæti leigubifreiðanna sem er ekki notað fyrir farþega um þessar mundir sökum 2 metra reglunnar. 
  • -Bílstjórar taka aldrei við greiðslu frá viðskiptavinum þar sem gengið hefur verið frá greiðslu fyrirfram í gegnum síma. 
  • -Á Hreyfli starfa sérstakir eftirlitsmenn sem skoða leigubílana með reglulegum hætti með tilliti til þrifa sem og ástands þeirra. 
  • -Handspritt er í öllum leigubifreiðum Hreyfils

Gleðipinnar og Hreyfill vilja þakka frábærar viðtökur viðskiptavini við samstarfinu. Í okkar huga er það gott dæmi um það hvernig fyrirtæki snúa bökum saman og hugsa í lausnum á “fordæmalausum tímum” sem þessum. Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -