Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Glittir í gamla tíma og þoturnar ekki þagnaðar: „Guð forði því að nota þurfi AEY sem varavöll“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það glittir í gamla tíma ef marka má orð fram­kvæmda­stjóra Circle Air á Akureyri, Þor­vald­ar Lúðvíks Sig­ur­jóns­sonar.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson.

Hann segir að flug­völl­urinn á Akureyri sé um þessar mundir nán­ast stútfullur af einkaþotum.

Árið 2007 var að hringja og vill fá einkaþoturnar aftur.

Þor­vald­ur seg­ir að flest­ar einkaþot­urn­ar séu í eigu Banda­ríkja­manna og Breta og ekki er ólíklegt  að auðkýfingarnir séu til Akureyrar flognir á einkaþotum sínum til að veiða í ís­lensk­um ám.

Einnig bend­ir Þorvaldur á að nú sé svo komið fyr­ir innviðum í flugsamgöngum hér á landi að farþegaþotur þurfi að vera með auka­eldsneyti á tönk­um sín­um; ef sú staða kæmi upp að ekki sé hægt að lenda á Keflavíkurflugvelli.

- Auglýsing -

Þorvaldur segir að vana­lega sé flug­vél­um þá beint norður til Ak­ur­eyr­ar eða austur til          Eg­ilsstaða: En nú staðan afar erfið því á Eg­ils­stöðum standa yfir mal­bik­un­ar­fram­kvæmd­ir og í höfuðstað Norðurlands, Ak­ur­eyri, sé einfaldlega ekki pláss handa öll­um þot­un­um; því þurfa farþegaþotur að lenda í Skotlandi í neyðar­til­vik­um.

„Menn hafa verið að tala um að það þurfi ekk­ert að fara í fram­kvæmd­ir á flug­völl­um úti á landi, það held ég nú síður,“ segir Þorvaldur og bendir á að „ef Ak­ur­eyri og Eg­ilsstaðir geta ekki tekið við farþegaþotum þá þarf að vera með auka­eldsneyti og það kost­ar nú skild­ing­inn, ekki síst fyr­ir um­hverfið.“

Hann vill að búið sé bet­ur að flug­völl­um á landsbyggðinni þannig að þeir séu í stakk bún­ir til að bregðast við ástandi eins og hér hefur verið nefnt.

- Auglýsing -

„Marg­ir hafa yppt öxl­um yfir því að verið sé að stækka flug­stöðina á Ak­ur­eyri, það er bara svo við get­um mögu­lega leyft flug­vél­um að lenda ann­ars staðar á land­inu en í Kefla­vík ef þess þarf, þannig að vél­ar þurfi ekki að lenda í öðrum lönd­um.“

Þorvaldur var á léttu nótunum á Facebook-síðu ssinni þegar hann henti í eina færslu:

„Akureyri- where the rich and famous gather. Mætti halda að G7 fundur væri í Hofi. Guð forði því að ekki þurfi nú að nota AEY sem varavöll.“

P.s. Þessi góða mynd er frá Adda Tryggva, sem er stórmeistari og frábær liðsmaður Isavia.

Heimild: Facebook og mbl.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -