Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Glódís Perla um Rúrik Gísla: „Mamma var kennarinn hans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lands­liðsmið­vörðurinn Gló­dís Perla Viggós­dóttir, sem er leik­maður þýska stór­liðsins Bayern Munchen, er í áhugaverðu við­tali sem birtist á heima­síðu félagsins, en það er DV sem sagði fyrst frá.

Gló­dis ræðir meðal annars um rætur sínar á Ís­landi; gott hugar­far Ís­lendinga og þá skemmti­legu staðreynd að þrár ís­lenskar knatt­spyrnu­konur eru nú á samningi hjá Bayern Munchen.

Segir Gló­dís það af­skap­lega gott að geta talað ís­lenskuna hjá fé­lags­liði sínu, en hún var á mála hjá sænska stór­liðinu Ros­engard í heil sex ár áður en hún gekk til liðs við Bayern Munchen:

„Ég talaði bara sænsku á tíma mínum hjá Ros­engard og í hvert skipti sem ég kom heim til Ís­lands leið­réttu amma mín og afi mig ef ég notaði vit­lausa mál­fræði. Ég notaði jafn­vel orð sem voru ekki til í ís­lensku máli. Það er gott að geta talað ís­lensku dag­lega núna.“

Kemur fram að í við­talinu var Gló­dís Perla spurð hvort hún viti hvaða Ís­lendingur hafi oftast ratað í fyrir­sagnirnar hjá þýskum fjölmiðlum undan­farin ár.

- Auglýsing -
Rúrik Gíslason.

Gló­dís var ekki lengi til svars: „Rúrik.“

Eins og flestir vita á hún auðvitað við um fyrrum knattspyrnumanninn og núverandi fyrirsætuna Rúrik Gíslason, sem vann stóran sigur í Dansað með stjörnunum í Þýska­landi.

- Auglýsing -

Gló­dís segir síðan í viðtalinu eitthvað sem kom þýska spyrjandanum á óvart:

„Mamma mín var kennarinn hans.“

Undrandi spyrillinn spyr þá hvort það sé satt að á Ís­landi þekkist nánast allir:

„Já sér í lagi þegar kemur að fót­bolta. Heimurinn er lítill á Ís­landi. Rúrik var á mála hjá sama fé­lagi og ég, ég sá hann mjög oft en við töluðum aldrei saman.“

Viðtalið við Glódísi má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -