Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Glúmur Baldvinsson: „Ég vil biðja Ingu Sæland einlægrar afsökunar – Nú nístir samviskan mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Glúmur Baldvinsson er oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins og skrifaði hann um formenn annarra stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til Alþingis.

Tók þá aðeins fyrir.

Reyndar ekki alla: Sigurður Ingi hjá Framsókn fékk frípassa sem og formaður Glúms, Guðmundur Franklín Jónsson.

Sérstaklega gaf Glúmur Ingu Sæland litla miskunn og henti þessu fram:

„Inga Sæland grenjaði sig síðast inná þing fyrir öryrkja og býr enn í öryrkjaíbúð á ofurlaunum. Og nú hefur hún fengið til liðs við sig Tomma og Kobba sem ekki beint eru öryrkjar þótt aldnir séu orðnir.“

Hins vegar býr Inga Sæland í eigin íbúð og Glúmur komst að því, en aðeins of seint; sýndi þó manndóm sem er ekki sérlega áberandi í íslenskum stjórnmálum, og bað Ingu afsökunar:

- Auglýsing -

„Um daginn skrifaði ég pistil um forystumenn flokkanna sem birtur var í DV. Þar bar ég Ingu Sæland þungum sökum sem ekki eiga við rök að styðjast. Ég byggði þann málflutning á villandi upplýsingum. Í því ljósi vil ég biðja Ingu Sæland einlægrar afsökunar og óska ég henni alls hins besta. Ég er að mörgu leyti líkur móður minni sem innrætti mér að koma vel fram við alla, háa sem lága. Og þegar mér bregst sú bogalist nístir samviskan mig.“

Inga er manneskja sem veit að fólki getur orðið á og hún ber engan kala til Glúmst vegna orða hans, er sátt við afsökunarbeiðni hans:

„Kæri Glúmur, ég þakka þér þitt fallega hjarta. Ekki margir sem myndu sjá að sér á eins einlægan hátt og þú gerir nú. Ég óska þér sömuleiðis alls hins besta. Afsökunarbeiðnin er samþykkt af heilum hug.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -