Glúmur Baldvinsson er maður sem talar opinskátt um hlutina og dregur aldrei neitt undan.
Hann segir:
„Ég hef verið óvenju þunglyndur uppá síðkastið. Kannski tíðarfarið.“
Glúmur er lausnamiðaður og vill ekki og mun ekki gefast upp fyrir einu né neinu:
„En ég lifi í lausninni. Og tel mig hafa hitt á hana og deili ég henni ef hún getur orðið til þess að hjálpa öðrum í svipaðri stöðu.“
Og Glúmur vill hjálpa; segir lausnina vera þessa:

„Hún er að horfa öllum mögulegum stundum á beina útsendingu frá Alþingi um útlendingamál; mæli ég sérstaklega með því að hlusta mikið á Pírata. Og þá sér í lagi háttvirtan þingmann þeirra Halldór Auðar Svansson. Ef slíkt áhorf og hlustun drepur þig ekki strax þá mun hún gera þig sterkari.“