Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Góð vika/slæm vika

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Góð vika

Notendur Ríkisútvarpsins áttu góða viku en ekki aðeins birtist enn einn snilldarþátturinn af Verbúðinni á sunnudagskvöld heldur sneri ein skærasta stjarna Rásar 2 aftur í útvarpið. Þar er auðvitað um að ræða Guðrúnu Dís Emilsdóttur eða Gunnu Dís eins og hún er kölluð.

Gunna Dís gekk til liðs við Síðdegisútvarpið á Rás 2. Hulda Geirsdóttir, útvarpskona á Rás 2, kom öllum á óvart með þessari tilkynningu á Facebook.

Gunna Dís hefur um árabil verið ein vinsælasta fjölmiðlakona landsins en hún sá meðal annars um spurningaþættina Útsvar og var partur af stórgóðu tvíeyki í Virkum morgnum ásamt Andra Frey Viðarssyni.

Gunna Dís hefur búið á Húsavík síðustu ár ásamt eiginmanni sínum og börnum en ákvað í haust að flytja aftur til borgarinnar, en mikið hefur gengið á í sveitarstjórnarmálum fyrir norðan og eiginmaður hennar, Kristján Þór Magnússon, er sveitastjóri Norðurþings.


Slæm vika

- Auglýsing -

Hrottar hafa átt frekar slæma viku. Texashrottinn var handtekinn á dögunum vegna heimilisofbeldis en hann réðst á fjölskyldumeðlimi þegar þeir mættu heim til hans í afmælismatarboð.

Hópur af lögreglumönnum mætti á heimili Magnúsar til að handtaka hann. Vitni sögðu atganginn hafa verið mikinn.
„Málið er bara í rannsókn, það er bara stutt komið. Það er búið að ræða við málsaðila og við gefum ekkert frekar upp um framvindu rannsóknarinnar,“ sagði Guðmundur Ásgeirsson lögreglufulltrúi í viðtali við Mannlíf.

Þá steig Hödd Vilhjálmsdóttir fram og lýsti ofbeldi sem hún segir fyrrverandi eiginmann hennar, Ragnar Gunnarsson, hafa beitt hana. Ein af fyrrverandi kærustum Ragnars þakkaði henni fyrir að stíga fram, á Facebook-vegg Haddar.

- Auglýsing -

„Hugrakka hugrakka kona
Takk elsku Hödd fyrir að stíga fram, fyrir mig, fyrir þig og allar hinar. Megi hugrekki þitt veita öðrum í sömu sporum kjark til að gera slíkt hið sama.
Ég stend með þér og staðfesti jafnframt frásögn þína.“

Í yfirlýsingunni sem Ragnar skrifaði á Facebook-síðu sína segir hann: „Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli.“

Í viðtalinu við Hödd er hvergi talað um forræðisdeilu milli hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -