Föstudagur 6. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Góð vika / Slæm vika

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Góð vika

Seðlabankastjóri Íslands, Ásgeir Jónsson, hefur átt betri daga en undanfarið – og þó. Hann gaf út bókina Eyjan hans Ingólfs nýverið en var fljótlega vændur um ritstuld. Var það rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson sem sakaði Ásgeir um ritstuld, segir hann hafa tekið ófrjálsri hendi, efni úr bókinni Leitin að svarta víkingnum og notað í nýju bókina sína, án þess að geta heimilda.

„Mér er málið skylt þar sem ég skrifaði bók sem fjallar um sama efni og heitir Den svarte vikingen (2013, Spartacus), og kom út þrem árum síðar í íslenskri gerð undir titlinum Leitin að svarta víkingnum (2016, Bjartur, hér eftir kölluð LSV). Svo ánægjulegt sem það annars er fyrir höfund að sjá tilgátur sínar og hugsanir reifaðar í bókum annarra, er það að sama skapi martröð að sjá aðra setja fram tilgátur manns án þess að umræddra verka sé getið,“ skrifaði Bergsveinn í aðsendri grein í Vísi.

Ásgeir neitaði þessum ásökunum á Facebook.

„Ég vil í lokin aðeins taka fram að ég hef aldrei áður verið vændur um stuld. Enda væri það ákaflega heimskulegt stöðu minnar vegna að reyna slíkar kúnstir með bók líkt og Leitina að svarta víkingnum sem var metsölubók á Íslandi. Ég hef heldur engan áhuga á því að lýsa yfir eignarrétti á einu eða neinu sem tengist Landnámu. Þá bók á þjóðin öll saman.“

- Auglýsing -

En bíddu, átti Ásgeir þá nokkuð góða viku? Já, bókin hans er nefnilega uppseld hjá útgefanda. Og þar með sannast hið fornkveðna, slæm umfjöllun er betri en engin umfjöllun. Man ekki alveg hvaðan þessi setning er, sennilega úr Íslendingabókunum.

Slæm vika

Hinn nýi dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, hefur ekki átt góða viku. Síðan hann réð Hrein Loftsson og Brynjar Níelsson til starfa sem aðstoðamenn sína fyrir tveimur vikum, hafa háværar gagnrýnisraddir dunið á honum. Þykir mörgum sem þrír eldri karlmenn séu ekki best til þess fallnir að vinna að jafn viðkvæmum málum og heyra undir dómsmálaráðuneytið. Brynjar Níelsson hefur í gegnum tíðina komið sér í fréttirnar með því að viðra skoðanir sínar á ýmsum málefnum og hafa þær margar verið ansi umdeildar. Má þá meðal annars nefna gagnrýni hans á Metoo-byltinguna og sóttvarnaraðgerðir gegn Covid-19, svo fátt eitt sé nefnt.

- Auglýsing -

Þetta sagði Brynjar nýlegar um sóttvarnirnar: „Það er þekkt í sögunni að stjórnvöld hafi fundið með tiltölulega auðveldum hætti réttlætingu fyrir að takmarka frelsi og réttindi borgaranna. Og síðan er gengið á lagið. Nú má búast við skæðri flensu þótt enginn viti það með vissu. Því þurfum við áfram að vera með meiri íþyngjandi takmarkanir en aðrir. Allt okkar líf snýst jú um Landspítalann og vellíðan fólks þar. Það er eins og enginn annar geti sinnt heilbrigðisþjónustu nema LSH.“

Eins og áður segir var ráðning Brynjars harðlega gagnrýnd í samfélaginu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, skrifar Twitter-færslu við frétt Vísis um ráðningu Brynjars Níelssonar í starf aðstoðamanns Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra.

„Forsætisráðherra sagði í gær að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og bætt staða brotaþola verði í forgangi hjá ríkisstjórninni. Þetta er teymið sem á að stýra baráttunni.“

Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar fyrir Vinstri græn og annálaður femínisti, gagnrýndi sinn gamla flokk á Twitter.

Nei, þetta er komið gott @vinstrigraen. Það er beinlínis andfemínískt að setja málaflokk kynferðisbrota í hendur þessara manna. Önnur eins vanvirðing við þolendur og aktívista er vandfundin.

Lenya Rún Taha Karim, þingmaður Pírata samkvæmt fyrri talningu ú alþingiskosningunum, en frambjóðandi Pírata samkvæmt seinni talningunni, tjáir sig einnig um málið á Twitter.

„Vil biðja alla Íslendinga afsökunar ég hélt ég hefði skilið eftir mig allavegana það að ég hefði hent Brynjari Níels út af þingi.“

Þetta er sem sagt ekki búin að vera neitt sérstaklega góð vika hjá Jóni og enn bættist á vandræðin þegar Hreinn Loftsson sagði af sér sem aðstoðamaður hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -