Mánudagur 20. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Golfboltarnir trufluðu taflmennskuna: „Það er ekki rétt að ég hafi ekki mætt til leiks“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það vakti athygli á þriðjudaginn er fréttir bárust af því að stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson hafi eigi mætt til leiks í sjöundu umferð Íslandsmótsins í skák; þar átti hann að mæta Lenku Ptacnikovu, og að hann hefði einfaldlega hætt þátttöku á mótinu, en þetta kom fram á RÚV.

Kom fram að Héðinn hætti taflmennsku vegna óánægju með hávaða frá golfboltum; mótið er haldið í golfskálanum við Hlíðarvöll í Mosó – þar sem kylfingar geta æft teighögg í golfhermum:

„Hermarnir eru í næstu herbergjum í kring, þar með talið með aðliggjandi vegg. Það heyrist greinilega þegar golfkúlurnar eru slegnar í herminum. Þetta eru skyndileg og óþægileg högghljóð. Þessi staðsetning í golfhermarými og hljóð er fordæmalaus fyrir skákmót,“ sagði Héðinn um málið.

Hann hefur í fórum sínum hljóðupptöku þar sem heyra má í golfhöggunum; upptakan er reyndar eigi tekin inni í skáksalnum heldur fyrir utan golfhermana:

„Það er ekki rétt að ég hafi ekki mætt til leiks, ég tilkynnti með góðum fyrirvara að ég teldi að aðstæður á mótsstað væru óviðunandi vegna nálægðar við golfherma,“ sagði Héðinn sem bað um að mótið yrði fært á efri hæð golfskálans; eða í Faxafen í húsnæði Skáksambands Íslands, en við því var ekki hægt að verða.

Héðinn segir að hann hafi ekki fengið nein „viðbrögð frá þeim og ekkert svar þegar ég lýsti því yfir að ég væri hættur í mótinu ef það yrði ekki fært. Klukkan var sett í gang í skákinni minni í fyrradag.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -