Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Kolbrún borgaði 16.530 krónur fyrir 50 gramma lykil frá Íslandi – Sjáðu svar DHL

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytenda var verulega brugðið er hún var rukkuð um 16.530 krónur fyrir 50 gramma bréf sem hún sendi með DHL á dögunum.

Um var að ræða stakan lykil sem sendur var í umslagi og því sendur sem bréf, frá Íslandi til Slóvakíu. Ekki var um neina aukaþjónustu að ræða né hraðsendingu. Neytandinn, Kolbrún nokkur, sagði frá þessu inni á fjölmennum Facebook-hópi á dögunum. „Finnst ekkert eðlilegt við það að borga hátt í 20.000 fyrir bréf sem er ekki einu sinni í hraðflutningi eða neitt auka“ segir Kolbrún.

Rósa nokkur segir frá því undir færslu Kolbrúnar að hún hafi sent debetkort með DHL fyrir stuttu síðan frá Íslandi til Frakklands og kostaði það hana tæpar 9.000 krónur. Þannig að ég gæti vel trúað að þetta sé rétt þó þetta sé algjörlega siðlaust“ segir Rósa að lokum um málið.

Á reikningi sem má sjá hér neðst, sést að innheimt er eldsneytisgjald að upphæð 2.510 krónur að auki við sendingarkostnaðinn sjálfan sem er 14.020 krónur. Verður það að teljast nokkuð sérstakt. Einnig rak blaðamaður augun í það að rukkað er fyrir eininguna 0, 5 á reikningnum og DHL innheimtir eftir því hve mörg kíló fólk er að senda svo það lítur út fyrir það að verið sé að  innheimta gjald fyrir 500 grömm ekki 50 grömm.

Fleiri tjá sig

Kolbrún leitaði svara við þessari háu upphæð sem henni bar að greiða, hjá starfsmanni DHL því hún hélt að um mistök hlyti að vera að ræða. Starfsmaður DHL tjáði henni að svona væri þetta bara.

- Auglýsing -

Fleiri tjá sig um sendingarkostnað DHL undir færslunni og segir Eygló nokkur frá því að hún hafi sent tölvukassa til Ítalíu í viðgerð með DHL og greitt fyrir það um það bil 38.000 krónur með töluverðum afslætti. Þegar borgað var undir pakkann frá Ítalíu til Íslands nam kostnaðurinn einungis 18.000 krónum. Því þurfti að greiða  111 prósent lægra verð frá Ítalíu til Íslands en frá Íslandi til Ítalíu.

Auður segist hafa sent með DHL, 10 kílóa pakka um jólin frá Íslandi til Spánar og greitt fyrir það um það bil 13.000 krónur og segir að henni þykir verðið sem Kolbrún var rukkuð um helvíti vel í lagt.

Svar DHL

- Auglýsing -

Mannlíf hafði samband við DHL og grennslaðist fyrir um þessi himinháu verð sem greint er frá hér að ofan sem og ástæðu þess að sérstaklega er innheimt eldsneytisgjald. Svar frá söludeild hljómaði svona :

Reikningurinn sem um ræðir er staðgreiðslureikningur fyrir hraðsendingu á pakka, ekki skjalasendingu.  DHL Express á Íslandi býður eingöngu upp á hraðsendingar fyrr minni pakka og skjöl, ekki svokallaðar „economy sendingar“ eða venjulegar póstsendingar.  Verð hraðsendinga er vissulega hærra en verð póstsendinga en á móti kemur að þjónustan er á engan hátt sambærileg.  Í kringum hátíðar, þegar margir þurfa að senda til vina og ættingja erlendis, býður DHL Express hraðsendingar á sérstökum verðum.

 

1)      Þessi sending átti að innihalda lykil en ekki eingöngu skjöl.  Þar með er okkur óheimilt að senda þetta sem skjalasendingu.  Það gilda önnur lögmál um pakkasendingar en skjalasendingar, þær þurfa að fara í gegnum tollafgreiðslu og meðhöndlun þeirra er á margan hátt kostnaðarsamari.  Skjalasending (Express Envelope) hefði kostað minna.

2)      Byrjunarþyngd í alþjóðlegri gjaldskrá í pakkasendingum (Express Worldwide) er 0,5 kg.  Allar hraðsendingar undir 0,5 kg eru því rukkaðar eftir þeirri byrjunarþyngd.  Í raun hefði því verið hægt að senda fleiri lykla í viðkomandi sendingu án þess að verð hennar hefði hækkað.  Gjaldskráin er uppbyggð á þennan hátt þar sem allar hraðsendingar þurfa vissa meðhöndlun burtséð frá þyngd sem er kostnaðarsöm.

3)      Eldsneytisgjaldið er aðlagað í samræmi við breytingar á eldsneytisverði á heimsmarkaði. Þar sem eldsneytisgjaldið er háð breytingum í byrjun hvers mánaðar er nauðsynlegt að það sé sýnilegt á reikningum til að gæta gegnsæis.

4)      Það þekkist að verð geti verið breytilegt fyrir sömu þyngdir og stærðir.  Ástæður fyrir því geta verið margvíslegar.  Það er til að mynda mjög algengt þegar sendingum er skilað til stórra fyrirtækja erlendis að þau greiði lægra flutningsverð þegar varan er send til baka.  Fyrirtæki sem mögulega senda hundruð hraðsendinga frá sér daglega geta samið við flutningsfyrirtæki í krafti þess flutningsmagns og senda frá sér samkvæmt þeim flutningssamningum.

DHL hefur þá komið því á hreint að ekki var um mistök að ræða og útskýrt hvernig í málunum liggur. Það má svo alltaf deila um það hvað er sanngjarnt og hvað er dýrt og fer Mannlíf alls ekki ofan af því að 16.530 krónur fyrir 50 gramma sendingu sé rándýrt. Neytendur geta að minnsta kosti tekið upplýsta ákvörðun áður en ákvarðað er um það við hvaða fyrirtæki þeir ætla að skipta við, að minnsta kosti þegar um svo léttar sendingar er að ræða. Eflaust væri ódýrara að fara til Póstsins og kaupa hraðsendingu hjá þeim undir lykil, sem dæmi. Þetta sýnir enn og aftur hvað það er mikilvægt að skoða alla möguleika og verð á þjónustu áður en hún er keypt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -