Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Grindvíkingar mega búast við fleiri skjálftum í kvöld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjöldi eftirskjálfta á því svæði þar sem stóri skjálftinn reið yfir við Grindavík upp úr klukkan 10 í morgun er nú kominn vel yfir 400 það sem af er degi. Sá stærsti til þessa var 3,3 að stærð og var klukkan 10.38.

Skjálftinn sem 5,2 að stærð er sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013, en þá varð skjálfti að stærð 5,2 í nágrenni við Reykjanestá.

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands mega íbúar Grindavíkur og aðrir í nágrenni bæjarins búast við og finna fyrir frekari eftirskjálftum fram á kvöld, en líklegt að þeir verði allir töluvert minni en þeir sem orðið hafa í dag.

Fólk víðs vegar á suðvesturhorninu fann fyrir stóra skjálftanum í morgun og hafa á þriðja hundrað tilkynningar borist til Veðurstofunnar, koma þær frá Búðardal, Húsafelli og allt austur að Hvolsvelli.

Stóri skjálftinn í morgun varð á um sex til átta kílómetra dýpi og ekkert bendir til þess að skjálftinn tengist eldsumbrotum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -