Laugardagur 13. apríl, 2024
-2.9 C
Reykjavik

Grútmyglaðir skólar í Garðabæ: „Höfum heilsu og öryggi starfsmanna og nemenda að leiðarljósi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Miklar rakaskemmdir og mygla er að finna í grunnskólunum Hofsstaðaskóla og Flataskóla í Garðabæ; svo miklar eru skemmdirnar að ein bekkjardeild í Hofstaðaskóla og tveir árgangar og 30 leikskólabörn í Flataskóla eiga að halda sig heima í tvo daga:

„Það eru bara okkar fyrstu viðbrögð úr sýnatökum þannig að við vinnum nú alveg örugglega með heilsu og öryggi bæði starfsmanna og nemenda að leiðarljósi,“ sagði Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ í samtali við ruv.is um þessa ráðstöfun að hafa börnin heima; verið er að finna bráðabirgðalausnir fyrir börnin og að enn sem komið er sé ekki hægt að fullyrða um hversu víðtæk myglan er.

Hofsstaðaskóli.

Ljóst er að þær viðgerðir sem gerðar hafa verið á Flataskóla í gegnum árin hafa ekki dugað til:

„Við erum í heildarúttekt á þessum mannvirkjum og leggjum bara á það áherslu að greina frá niðurstöðum um leið og við höfum þær. Og því fylgja þá óneitanlega svona ráðstafanir að við færum börn og starfsfólk til eftir því sem tilefni gefst til.“

Þorbjörg Þorvaldsdóttir.

Kemur fram að skýrslu hafi verið stungið undir stól, og bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans hafa gagnrýnt að skýrsla sem hafi legið fyrir árið 2019 um rakaskemmdir og ummerki um myglu hafi nánast verið stungið undir stól:

- Auglýsing -

„Það lá fyrir skýrsla um rakaskemmdir og ummerki um myglu árið 2019 sem að starfsfólk og foreldrar og ekki einu sinni bæjarfulltrúar höfðu fengið veður af,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir sem er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans; segir að nú loks sé byrjað að upplýsa hlutaðeigandi:

„Það hefur verið gripið til aðgerða í kjölfar þeirrar skýrslu en við í Garðabæjarlistanum sjáum ekki alveg samhengið á milli skýrslunnar og þeirra aðgerða sem hefur verið gripið til þannig að við höfum óskað eftir svörum inn í bæjarstjórn til þess að fá betri mynd á þetta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -