Fimmtudagur 22. febrúar, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Staðfest að Bjarni fær mótframboð í formannsembættið: Guðlaugur Þór fundaði með hulduhernum í gær

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokkins á landsfundi sem fram fer í Laugardalshöll dagana 4. til 6.nóvember næstkomandi. Ákvörðun um framboðið var tilkynnt rétt áðan á heimili Guðlaugs Þórs í Foldunum í Reykjavík. Þangað var innsti kjarni stuðningsmannahóps Guðlaugs Þórs boðaður kl. 20 í kvöld. Foringjar Hulduhersins voru mættir til fundarins.

 

Verður Guðlaugur Þór Þórðarson næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Ljóst hefur verið um langt skeið að litlir kærleikar eru á milli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokkisns til síðustu 13 ára, og Guðlaugs Þórs.

Eftir sigur Guðlaugs Þórs gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir einu og hálfu ári síðan varð flestum ljóst sem með fylgdust að staða Guðlaugs Þórs innan Valhallar væri orðin afar sterk.

Talsverður ótti hefur verið innan herbúða Bjarna formanns um að Guðlaugur Þór myndi láta til skarar skríða á komandi landsfundi og bjóða sig fram til formanns flokksins; og nú er það komið í ljós að af því verður.

- Auglýsing -

Svokölluðum Hulduher Guðlaugs Þórs hefur vaxið ásmegin að undanförnu, enda margt sem bendir til þess að styrkur hans sé ekki síðri en styrkur Bjarna formanns – og jafnvel meiri. Undanfarið hafa menn Guðlaugs tryggt sér fjölda landsfundarfulltrúa með yfirráðum í félögum flokksins.

Hefur mörgum þótt formannstíð Bjarna hafa verið þung og upp í móti síðustu árin, þótt honum hafi tekist að koma flokknum í ríkisstjórn aftur og aftur. Þrátt fyrir að fylgi flokksins sé smám saman að minnka og fátt sem bendir til þess að það sé eitthvað að breytast til betri vegar

- Auglýsing -

Hulduher Guðlaugs Þórs hefur þegar gert kosningarskrifstofu hans tilbúna á Suðurlandsbraut, en skrifstofan hýsti áður Helgi Áss Grétarsson stórmeistara í skák, sem nýverið tilkynnti um framboð sitt til ritara Sjálfstæðisflokksins.

Aukin harka, hefur verið að gera vart við sig í Valhöll fyrir landsfundinn; flokkurinn er í dag einfaldlega búinn að skipta sér að mestu niður í tvær fylkingar, fylkingu Bjarna Benediktssonar og fylkingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

Hafa ýmsir gallharðir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokkisns lýst yfir áhyggjum sínum í samtölum við Mannlíf vegna ástandsins í flokknum nú, sem þykja um margt minna á það stríðsástand sem ríkti árið 1991 þegar Davíð Oddsson þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur og varaformaður Sjaĺfstæðisflokksins bauð sig fram gegn sitjandi formanni flokksins, Þorstein Pálssyni.

Hafði Davíð nauman sigur gegn Þorsteini, en sárin sem fylgdu framboði og sigri Davíðs (og ósigri Þorsteins) voru lengi að gróa.

Stuðningsmennirnir sem Mannlíf ræddi við sögðu einnig að klárt mál væri að formannstíð Bjarna hafi verið rysjótt; honum hafi engan veginn tekist að færa flokkinn upp á við í kjörfylgi svo nokkru nemi í langan tíma; sögðu nokkrir að þreyta væri komin upp í Valhöll og að margir vildu sjá breytingar á forystu flokksins.

Verður forvitnilegt að fylgjast með baráttu Guðlaugs Þórs og Bjarna um formannssætið í byrjun nóvember.

Uppfært: Umræddur fundur var haldinn í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Grafarvogi en ekki á heimili hans eins og ranghermt var í fréttinni. Um var að ræða misskilning í fundarboði. Yfir 100 manns voru mættir. Heimildir innan úr innsta hring stuðningsmanna hans herma að ákvörðun um framboð hafi þegar verið tekin.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -