Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Guðmundur Felix ætlar að klífa Mont  Blanc: „Ég er þannig gerður að ég þrífst á áskorunum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Felix Grétarsson, er fékk græddar á sig báðar hendurnar fyrir tveimur árum, segir að hlutur sjúkraþjálfara og allra annarra sem hafa komið að góðri endurhæfingu hans sé afar stór.

Guðmundur Felix er með á dagskrá sinni að ganga á fjallið fræga,Mont Blanc í sumar.

Guðmundur Felix er í raun gangandi kraftaverk; síðan hann fór í aðgerð í janúar árið 2021 hefur hann verið í nánast þrotlausri endurhæfingu í höndum frábærra sjúkraþjálfara.

Guðmundur Felix hélt erindi á degi sjúkraþjálfunar í Smárabíói.

„Það er alveg stór faktor í bataferlinu, það er hæfni sjúkraþjálfara og gæði endurhæfingarinnar. Því það er ekkert sjálfgefið að halda vöðvamassanum sem er ekki með taugum í og það er ekki sjálfgefið að taugarnar vaxi og annað.“

Hann segir að hann hafi ávallt verið viss um að hann myndi ná góðum árangri eftir aðgerðina miklu; læknar hafi varað Guðmund Felix við of mikilli bjartsýni.

- Auglýsing -

„Ég þurfti að skrifa þeim bréf og samþykkja það, að þó að ég vonaðist eftir meiru, þá myndi ég sætta mig við minna.“

Guðmundur Felix er í dag orðinn sjálfbjarga að mestu leyti; hann keyrir um á óbreyttum bíl, og stefnan er alltaf upp á við hjá honum.

„Ég er þannig gerður að ég þrífst á áskorunum, og því erfiðara sem það er, því meira svona einhvern veginn bít ég í mig. Og við vorum einmitt að ákveða núna ásamt nokkrum af læknunum sem gerðu aðgerðina að við ætlum að ganga á Mont Blanc í sumar,“ sagði Guðmundur Felix í samtali við ruv.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -