Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Guðmundur sá forstjórann stela víninu: „Þeir báru alla kassana út í bílana sína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum ríkisstarfmaður segir frá spillingu innan stofnanna ríkisins. Áfengi sem keypt var með almannafé, skipt á milli yfirmanna.

Guðmundur Óskarsson, matreiðslumaður skrifar áhugaverðan pistil inni á síðu Sósíalistaflokksins á Facebook í gær. Guðmundur rak á árum áður nokkur mötuneyti í stofnunum íslenska ríkisins. Eitt sinn var hann kallaður á fund hjá „einni stofnunninni og var beðinn um að halda veislu því skattaálagninginn var kominn í hús og Tollstjórinn vildi bjóða starfsmönnum upp á pinnamat og kampavín í tilefni þess.“ Var hann á fundinum spurður hvað hann teldi vera nægt magn af kampavíni sem hann svaraði til að einn kassi ætti að duga. Guðmundur heldur áfram „Ég fékk vínlistann sem virtist vera tilbúinn fyrirfram. Ég leit á hann og spurði mig hvort liðið ætlaði að vera á fylliríi það sem eftir var ársins. Fór í ríkið og fyllti stacion bílinn minn af brennivíni sem reyndist vera allskonar brennivín. Ég man ekki hvað þetta kostaði en það var gríðaleg upphæð.“ Segist hann hafa haft rétt fyrir sér hvað varðaði kampavínið en aðeins ein flaska stóð eftir þegar veislunni lauk og „liðið fór út á lífið að skemmta sér.“

Eftir veisluna var Guðmundur að ganga frá þegar forstjórinn og næstráðandi komu á tal við hann og „spurðu hvar restin af víninu væri. Ég sagði þeim það og þeir báru alla kassana út í bílana sína og skiptu góssinu á milli sín. Ég skrifaði himinnháann reikning sem var borgaður þegandi og hljóðalaust.“

Næsta ár var Guðmundur aftur beðinn um að halda utan um aðra veislu hjá stofnuninni og aftur fyllti Guðmundur bílinn sinn af áfengi. „Veislan fór fram og ég kvaddi fólkið með því að rétta þeim áfengið. Ég dreyfði áfenginu meðal þeirra. Forstjórinn kom og spurði hvar restinn af áfenginu væri. Ég sagðist hafa dreyft því meðal fólksins. Ef það væri hægt að drepa mann með augunum þá væri ég ekki að skrifa þetta. Ég sagði við þá að ég ætlaði ekki að láta nota mig til óheiðarlega verka“ segir Guðmundur í pistlinum og heldur áfram „Ég settist niður alveg bugaður og hugsaði með mér að ég væri sennilega búinn að grafa mína eigin gröf í þessu starfi. Eftir þetta þá var erfitt að fá reikninga greidda og það tók allt að 3 mánuði og það sem meira var að öll mötuneytin gerðu það sama.“ Segir Guðmundur að það hafi verið samatekin ráð að bola honum út úr mötuneytunum sem hafi tekist að lokum. Hann segir að hann hafi þó fengið nokkur boð um að halda veislu fyrir ráðuneytin en um leið og hann svaraði því til að reikningurinn yrði ekki sendur á ríkið, minnkaði áhuginn.

Guðmundur fékk svo símtal frá ónefndum manni „og beðinn að gera tilboð í mötuneyti Lögreglunar í Reykjavík, sem ég gerði og fékk starfið.“ Þar var Guðmundur í áratug og segist hafa líkað ákaflega við þá og að þar hefði hann kynnst heiðarleikanum að nýju.
Ber hann Geir Jón Þórisson, fyrrum yfirlögregluþjónn Reykjavík, góða söguna en eitt sinn hafi hann beðið sig um að útbúa veislu í tilefni þess að lögreglustjórar Norðurlandanna væru í heimsókn. Geir Jón bað hann að kaupa bjór og vín sem hann og gerði. Sunnudagsmorguninn „kom hann til mín með afgangana af áfenginu og bað mig að draga þetta frá reikningnum ef ég gæti. Ég hafði mikið álit á Geir jóni og ekki minnkaði það við þetta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -