Þriðjudagur 9. apríl, 2024
0.8 C
Reykjavik

Guðni Bergsson segir af sér vegna ofbeldismála landsliðsmanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Bergsson hefur sagt af sér sem formaður KSÍ. Þetta kom fram á allsherjarstarfsmannafundi KSÍ sem hófst klukkan 16 í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardal.

KSÍ setti einnig inn tilkynningu um afsögn Guðna á Twitter, sem sjá má hér:

Tilkynning: Guðni Bergsson hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. Frekari upplýsinga er að vænta frá KSÍ síðar í dag.

Boðað var til fundarins með afar skömmum fyrirvara og ljóst að margir sem „sátu„ fundinn gerðu það í gegnum fjarskiptabúnað.

KSÍ hefur verið á einum allsherjar maraþonfundi um helgina vegna allra þeirra ofbeldismála sem komið hafa upp í tengsllum við KSÍ.

Það sem gerði útslagið var að formaður KSÍ sagði ósatt í Kastljósinu á RÚV í vikunni.

- Auglýsing -

Eftir það jókst pressan jafnt og þétt og nú hefur Guðni Bergsson sagt af sér formennsku KSÍ sem hann hefur gegn frá árinu 2017.

Ekki er enn komið í ljós hvort aðalstjórn KSÍ muni líka segja af sér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -