Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Guðrún Ágústa fjarlægð af lista hjá Sátt eftir meint trúnaðarbrot „Málið er í vinnslu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í kjölfar umfjöllunar Mannlífs um Guðrúnu Ágústu Ágústsdóttur hefur félagið Sátt sent frá sér staðfestingu um að hún verði fjarlægð af lista yfir sáttamiðlara meðan málið er til skoðunar.
Guðrún, sem titlar sig uppeldis- fíkni- og fjölskyldufræðing,  lauk námi við Sáttamiðlaraskólann og hefu því verið á skrá sem sáttamiðlari inn á vef Sáttar. Hefur hún verið sökuð um brot í starfi sínu sem ganga meðal annars út á alvarlegan trúnaðarbrest.

Guðrún varð fyrir töluverðri gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna meintra brota í starfi og hefur hlutleysi, fagmennska hennar verið dregin í efa. Mannlíf fjallaði um málið fyrr á árinu en einnig hefur verið vakin athygli á því að hún hafi nýverið borið vitni í forsjásmáli og frásögn hennar talin hafa haft áhrif á niðurstöðu dómsins.

Vegna meintra brota er málið nú til skoðunar hjá Sátt en ekki liggur fyrir hvort trúnaðarbrotið hafi átt sér stað er hún sinnti starfi sínu sem sáttamiðlari eða fjölskylduráðgjafi.
„Að því sögðu þá teljum við að þær upplýsingar sem stjórn hefur séu þess eðlis að rétt sé að taka málið til nánari skoðunar og ákveðið hefur verið að Guðrún Ágústa verði tekin af lista yfir starfandi sáttamiðlara á meðan málið er í vinnslu,“ segir í tölvupósti frá Lilju Bjarnadóttur, formanns Sáttar í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -