Halla Signý: „Íslendingar hafa alltaf sett sér háleit markmið þegar kemur að umhverfi og náttúru”

Deila

- Auglýsing -

„Með góðri samvinnu ólíkra flokka og einbeittum vilja er hægt að ná árangri sem kemur þjóðinni til góða til framtíðar,” sagði Halla Signý Krisjánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi.

„Mörg góð mál hafa náð í gegn, sum eru ennþá í vinnslu og önnur bíða fullbúin afgreiðslu,” sagði Halla um ríkisstjórnarsamstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Halla kom inn á mikilvægi náttúrumála. „Íslendingar hafa alltaf sett sér háleit markmið þegar kemur að umhverfi og náttúru. Það er enginn afsláttur gefinn af því.” Halla ræddi jarðneskjulega tengingu mannsins við náttúruna máli sínu til stuðnings.

Halla sagði það mikilvægt að gera sömu kröfur til matvæla frá svæðum innan EES og þær sem gerðar eru til íslenskrar framleiðslu. „Enn fremur að lýðheilsa beri ekki skaða af innflutningi vegna sýktra matvæla.” Þá endaði hún ræðuna með ósk til landsmanna um gleðilegt sumar.

 

- Advertisement -

Athugasemdir