Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Halldór Benjamín Þorbergsson er „fulltrúi 5 til 8 ríkustu fjölskyldna á Íslandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlaðvarpið Ein pæling fékk Gunnar Smára Egilsson í viðtal þar sem margt forvitnilegt kemur fram, eins og búast má við úr þeim ranni.

Gunnar Smári Egilsson. Mynd / Sigtryggur Ari Jóhannsson.

Gunnar Smári segir viðhorf íslenskra atvinnurekenda verra en þrælahaldara og að viðhorf Samtaka atvinnulífsins til láglaunafólks sé lakara heldur en viðhorf Rómverja forðum til þræla sinna.

Rómverjar fóru ekki vel með þræla sína.

Gunnar Smári segir að áður hefðu verið „lög um að atvinnurekandinn þyrfti að tryggja endurnýjun vinnuaflsins. Það mætti ekki eiga þræl og hafa hann úti þannig að hann veiktist og dræpist. Þetta siðferðisviðmið sem að þrælahaldarar höfðu virðist bara vera fallið í SA.“

Þá gagnrýnir Gunnar Smári fjölmiðla; segir að í stjórnmálaþáttunum sé saman komið „eitthvað elítulið, ekki bara í Silfrinu heldur einnig í Vikulokunum, kallað inn í fréttatíma, farið á staðinn og talað við hátekjufólk sem hefur rosalega þungar áhyggjur af því að verkamaðurinn eigi fyrir mat út mánuðinn.

Þetta fólk fær bara æðislegt platform í íslensku samfélagi og við látum eins og að þetta sé siðlegt. Ef ég væri fréttastjóri Ríkisútvarpsins, þá myndi ég segja að við getum talað við Halldór Benjamín svona þriðja hvert ár. Af því að Sólveig Anna er fulltrúi 21.000 manna og Halldór Benjamín er í ólýðræðislegum samtökum sem heita Samtök atvinnulífsins þar sem fyrirtæki sem að borga mest til félagsins hafa hæstan atkvæðarétt. Þannig hann er raunverulega fulltrúi svona 5-8 ríkustu fjölskyldna á Íslandi.“

- Auglýsing -
Halldór Benjamín.

Bætir við:

„Í alvöru, afhverju erum við með þessa sviðsetningu, eins og að Halldór Benjamín sé einn hluti af samfélaginu og Sólveig Anna annar hluti af samfélaginu. Halldór Benjamín er svo lítill minnihluti, það er svo fráleitt að færa þessu fólki völd í lýðræðissamfélagi þar sem allur almenningur á að hafa jafnan aðgang.“

Sólveig Anna Jónsdóttir.

Spurður hvort hann sé að meina að Samtök Atvinnulífsins komi verr fram við sitt vinnuafl heldur en Rómverjar við sína þræla segir Gunnar Smári:

- Auglýsing -

„Hefurðu séð tölur um örorku á seinni tíma starfsævinnar? Hefurðu séð tölur um hversu stór hluti er bara að gefast upp útaf því að líkaminn brestur útaf vinnuþrælkun? Og eigum við bara að láta eins og að þetta sé ekki svona? Það er bara staðreynd að í íslensku samfélagi er fólk, sem Halldór Benjamín er að reka áróður fyrir, sem gengur á þrek og heilsu fólksins sem að vinnur þar. Fólks sem hefur ekki í nein hús að venda. Það verður að eiga í sig og á. Og verður því að gangast undir hinn vonda þrælasala sem lætur það ekki hafa nóg að borða og né húsnæði. Þetta er bara staðreynd í íslensku samfélagi. Og ég skil ekki af hverju við látum eins og að þetta sé ekki svona.“

Gunnar Smári segir að endingu að þessum raunveruleika sé haldið fyrir utan hina almenna umræðu í samfélaginu:

„Þannig að við göngum á þrælana. Brjótum þau niður þannig að þau geta ekki verið þrælar eftir fimmtugt, en það má ekki ræða þetta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -