Föstudagur 8. nóvember, 2024
7.7 C
Reykjavik

Handtekinn þremur dögum eftir andlát sambýliskonu: Bæjarbúar slegnir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

52 ára gömul kona fannst látin á heimili sínu í Sandgerði 28. mars. Samkvæmt heimildum Mannlífs kviknaði grunur um að andlát hennar hefði borið að með saknæmum hætti við krufningu og var sambýlismaður konunnar handtekinn þremur dögum seinna á heimili þeirra, 31. mars, og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl.

Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér yfirlýsingu um málið undir hádegi í dag. Í henni kemur fram að ættingi konunnar hafi tilkynnt um andlát hennar til lögreglunnar á Suðurnesjum laugardagskvöldið 28. mars.

„Rannsóknarlögreglumaður fór þegar ásamt lækni og presti á staðinn. Ekkert á vettvangi benti til þess að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Sama máli gegndi um líkskoðun á sjúkrastofnun,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Samkvæmt heimildum Mannlífs eru íbúar í bæjarfélaginu slegnir yfir atvikinu, en parið var reglufólk, rólegt og til fyrirmyndar að sögn heimildarmanns Mannlífs.

Lögregla segir öllum verklagsreglum fylgt

Þann 31. mars, eða þremur dögum síðar, barst lögreglu niðurstaða réttarmeinafræðings þess efnis að sterkur grunur léki á að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti.

- Auglýsing -

„Þá þegar var karlmaður á sextugsaldri handtekinn vegna rannsóknar á málinu. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 1. apríl til 8. apríl næstkomandi og staðfesti Landsréttur þann úrskurð 3. apríl síðastliðinn. Það skal undirstrikað að lögregla fylgdi gildandi verklagsreglum við aðkomu að málinu frá fyrstu stundu. Rannsókn er í fullum gangi en ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo komnu máli.“

Uppfært kl. 13:30:

Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér leiðréttingu:

- Auglýsing -

Misfarið var með dagsetningu í tilkynningu sem lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér fyrr í dag varðandi rannsókn á mannsláti í heimahúsi.

Hið rétta er að réttarmeinafræðingur upplýsti um mögulega saknæmt andlát hinn 1. apríl s.l. Þá strax var maður, sem nú situr í gæzluvarðhaldi, handtekinn.

Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -