Fimmtudagur 18. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Hannes: „Ég ætlaði að sitja inni fyrir þetta, það hefði verið forvitnilegt að sitja í fangelsi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hannes Hólmsteinn Gissurarson háskólaprófessor er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar og kappinn fer út um víðan völl í þættinum; segir meðal annars frá því þegar stinga átti honum í steininn:

„Einstaklingurinn má sín oft lítils gegn afli ríkisins og þess vegna verðum við að standa vörð um frelsi einstaklingsins. Ég kynntist þessu af eigin raun þegar ég var dæmdur fyrir að reka ólöglega útvarpsstöð sem ungur maður til að mótmæla einkarekstri ríkisins á ljósvakamiðlum. Ég hef reyndar alltaf verið stoltur af þeim dómi,“ segir Hannes og heldur áfram:

„Ég rak útvarpsstöðina Frjálst Útvarp árið 1984, en var svo dæmdur 1986. Við færðum stöðina til dag frá degi, en svo náði lögreglan að finna út hvar hún væri og kom og lokaði stöðinni á endanum. Ég var dæmdur til að borga sekt, en 14 daga fangelsi til vara. Ég skrifaði dómsmálaráðuneytinu að ég myndi ekki borga sektina og ætlaði að sitja inni fyrir þetta. Það hefði verið forvitnilegt að sitja inni í fangelsi, en það var einhver sem greiddi sektina fyrir mig, sem ég veit ekki enn hver er.“

Hannes ræðir einnig um hatursorðræðu, en hann er áþví að fólk ætti að stíga varlega til jarðar í þeim efnum:

„Auðvitað verðum við að koma í veg fyrir það að ákveðnir hópar verði fyrir aðkasti. Ég get ekki rekið veitingastað og bannað Kínverjum að koma þar inn. Það er bara rangt. Mér finnst eðlilegt að ákveðnir hlutir séu ekki leyfðir, eins og svívirðingar um ákveðna hópa og annað í þeim dúr,“ segir hann og heldur áfram:

- Auglýsing -

„Það hefur verið gengið miklu lengra á undanförnum árum, eins og til dæmis í Kóvid 19 og einnig í tengslum við kosningarnar í Bandaríkjunum; þar í landi hafa stóru samfélagsmiðlarnir farið út í ritskoðun og ákveða hvað er fréttnæmt og hvað ekki. Við hljótum að þurfa að setja spurningamerki við það. Þó að við eigum að sjálfsögðu að sporna við hatursorðræðu á ákveðna hópa og banna stoppa svívirðingar, getum við ekki farið út í það sem var kallað ,,Hugsanaglæpur” í sögum Orwell. Það að einhver sé með ólíka skoðun en þú þýðir ekki að það sé saknæmt. Lausnin hlýtur að vera sú að frelsið njóti á endanum vafans og að við höfum meira frelsi en minna.“

Hannes heldur áfram að grafa gull upp úr endurminningunum; ræðir það þegar mótmælendur veittust að honum árið 2009:

„Þetta gerist í ágúst 2009 þegar ég átti erindi niður í bæ, þar sem var mótmælafundur vegna Icesave samninganna. Þar kemur fréttakona auga á mig og biður mig að koma í viðtal til að útskýra af hverju ég var á móti Icesave samningunum. Við förum að Dómkirkjunni, en þar var gerður aðsúgur að mér og byrjað að kasta í mig alls kyns hlutum. Á endanum slapp ég inn í Alþingishúsið, en það var einkennilegt að verða fyrir þessu í okkar annars ofbeldislausa landi. Svo átti ég að fara í myndatöku fyrir forsíðuviðtal hjá Grapevine og er á leiðinni þangað þegar síminn hringir. Þá var það minn gamli vinur Davíð Oddsson, sem hafði séð hvað ég var grátt leikinn í sjónvarpsfréttunum. Hann sagði mér að hann og Kjartan Gunnarsson hefðu séð þetta og vildu bæta mér daginn upp með því að bjóða mér út að borða. Þetta kvöld sátum við þrír á sama borði og 18 árum fyrr þegar Davíð hafði myndað sína fyrstu ríkisstjórn.“

- Auglýsing -

Hannes er afar áhugaverður viðmælandi og hægt er að nálgast þáttinn hans Sölva Tryggva með Hannesi í heild sinni á vefsíðu Sölva.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -