Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Haraldur segir mikið ganga á í vinnunni hjá Twitter: „Það er búið að vera mjög op­in­bert drama“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Har­ald­ur Þor­leifs­son er 45 ára hönnuður og stofn­andi sta­f­ræna hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ueno; hann var valinn Mann­eskja árs­ins að mati les­enda Smart­landsins.

Frægt er orðið þegar Haraldur seldi fyr­ir­tæki sitt til Twitter; greindi Haraldur þá frá því að hann myndi borga alla skatta á Íslandi; hann vill vera skattakóng­ur – en náði þó ekki fyrsta sæt­inu núna; varð núm­er tvö.

Allt árið 2022 hef­ur Haraldur stutt dyggilega við þá sem minna mega sín; vinnur hörðum höndum að því að rampa upp Ísland; bæta aðgengi fyr­ir fatlaða.

Haraldur er spurður hvernig hon­um finn­ist að vera valin Mann­eskja árs­ins:

„Mér líður mjög vel með það. Þetta er svo­lítið skrýtið. Ég er að venj­ast þessu. Það er búið að vera mjög mikið að ger­ast hjá mér. Í vinn­unni hef­ur verið alls kon­ar drama, en ég er að vinna hjá Twitter. Það er búið að vera mjög op­in­bert drama. Síðan höf­um við verið í alls kon­ar fram­kvæmd­um hérna heima, og svo höf­um við verið að opna kaffi­hús og verið í fram­kvæmd­um tengd­um því. Þetta er búið að vera viðburðaríkt og gott ár,“ seg­ir Haraldur og á við kaffi­húsið Önnu Jónu, sem hann hyggst opna í ársbyrj­un 2023; heitir kaffi­húsið í höfuðið á móður hans, Önnu Jónu Jóns­dótt­ur, en hun lést í bíl­slysi árið 1988, en þá var Har­ald­ur einungis 11 ára gamall.

Hann er spurður um hápunkt árs­ins – hann segir það að spila á Iceland Airwaves hafa verið ógleymanlegt:

- Auglýsing -

„Ég var bú­inn að hugsa um það mjög lengi. Það var mjög skrýtið því ég hef ekki spilað sjálf­ur á sviði í 20 ár. Það var al­veg frá­bært,“ seg­ir hann, en Haraldur sem­ur tónlist und­ir lista­manns­nafn­inu Önnu Jónu Son.

Har­ald­ar glímir við vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm:

„Ég var greind­ur þegar ég var svo ung­ur. Ég var bara tveggja ára. Þannig að ég hef ein­hvern veg­inn aldrei verið meðvitaður um að ég væri ekki með sjúk­dóm. Það er kannski öðru­vísi áfall að fá aldrei áfallið. Það er aldrei rétti tím­inn til að fara í eitt­hvert sorg­ar­ferli. Oft hjá fólki sem lend­ir í slysi eða eitt­hvað þannig þá fer sorg­ar­ferli strax í gang. Þegar fólk fæðist með eitt­hvað svona eða er í þess­um aðstæðum frá byrj­un fer það aldrei í gegn­um sama ferlið,“ seg­ir Har­ald­ur og bætir við að hann sé í af­neit­un með sinn sjúk­dóm, en hann mælir ekki með því, en segir þó afneitunina hafa kallað fram góða hluti líka:

- Auglýsing -

„Ég ætla nú ekki að fara að mæla með því að fara í af­neit­un. Það hef­ur gert ým­is­legt fyr­ir mig sem ég hefði ann­ars ekki gert ef ég væri að hugsa meira um sjúk­dóm­inn. Ég flutti til New York þegar ég var 26 ára. Hef ferðast um all­an heim­inn. Það fer rosa­lega lít­ill tími hjá mér í að hugsa um að ég sé með þenn­an sjúk­dóm,“ seg­ir Haraldur að endingu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -