Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Harðorður Hallgrímur: „Arnar Þór velur enn og aftur kyn­­ferðis­brota­­menn í lands­lið Ís­lands“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ís­lenska fótboltalands­liðið kemur saman til æfinga á næstu dögum; liðið á leiki í undan­keppni EM, en mikil um­ræða hefur verið í kringum landsliðið undanfarið; sér í lagi vegna þess að Arnar Þór Viðars­son lands­liðs­þjálfari ákvað að velja ekki Albert Guð­munds­son leik­mann Genoa.

Hallgrímur Helgason rithöfundur og myndlistarmaður, er ekki sáttur með Arnar Þór, en þó ekki vegna Alberts.

„Bráðum þrjú ár síðan hann tók við og Arnar Þór er enn ekki búinn að finna sitt lið, enn að hringla með menn og hringja í menn (sem hann velur svo ekki). Lars tók sér hálft ár í að finna liðið, alveg nýtt lið (fáir þekktu þá suma leik­­mennina), og hélt því svo nánast ó­­breyttu næstu árin.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta.

Ekki nóg með það, heldur velur Arnar Þór nú enn og aftur kyn­­ferðis­brota­­menn í lands­lið Ís­lands eins og ekkert hafi gerst síðustu árin, eins og Vanda Sigur­­geirs­dóttir sé ekki orðin for­­maður KSÍ, eins og MeT­oo hafi aldrei gerst, eins og hug­rakkar konur hafi aldrei stigið fram.“

Vanda Sigurðardóttir.

Bætir við:

- Auglýsing -

„Þetta sýnir full­kominn karla­hroka, al­­gera sam­­fé­lags­blindu, sem og al­var­­legt skilnings­­leysi á hlut­­verki og á­byrgð lands­liðs­­þjálfara. Hvernig á þjóðin að geta haldið með lands­liðinu sínu með þessa skugga innan­­­borðs? Og því ættu ungir og efni­­legir fót­­bolta­­menn sem eru að spila sína fyrstu lands­­leiki að þurfa að líða fyrir þetta á­­stand? Af­hverju mega þeir ekki fá nýtt upp­­haf með þjóðina að baki sér? Yfir­­­leitt myndi maður enda sinn status um fót­­bolta­lands­liðið með “Á­­fram Ís­land!” En því miður er það ekki hægt núna.“

.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -