Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Hefur áhyggjur af háum meðalaldri bænda: „Til lítils að ræða fæðuöryggi ef lítið er um endurnýjun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir litla nýliðun og háan meðalaldur bænda vera mikið áhyggjuefni.

Framkvæmdastjórinn segir að það þýði ekkert að tala um fæðuöryggi þjóðar ef engin verður endurnýjunin í faginu.

Kemur fram á ruv.is að Búgreinaþing ellefu búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands er haldið í Reykjavík. 200 hundruð bændur sitja þingið þar sem rætt er, til dæmis, um endurskoðun búvörusamninga – en hún fer fram á þessu ári; loftslagsmál; kjaramál bænda sem og tryggingavernd.

Þá var til umræðu á þinginu lítil nýliðun í bændastéttinni, og hár meðalaldur bænda; matvælaráðherra lýsti nýlega í fréttum yfir áhyggjum af þeirri staðreynd.

Segir Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna að það sé mikið áhyggjuefni að meðalaldur bænda sé í kringum 57 til 60 ár.

Hún segir það klárt að tryggja þurfi nýliðun í greininni, eins og í öðrum atvinnugreinum:

- Auglýsing -

„Það er til lítils að tala um fæðuöryggi þjóðarinnar ef lítið er um endurnýjun í greininni. Við þurfum líka að útbúa umhverfið þannig að tryggja það að ungir bændur geti fjárfest í fasteignum og í jörðum.“ sagði Vigdís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -