Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Heimir Hallgrímsson fyrrum landsliðsþjálfari: „Ég á erfitt með að trúa þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimi Hallgrímssyni fyrrum landsliðsþjálfara er eðlilega brugðið eins og allri íslensku þjóðinni yfir fréttum síðustu daga um ofbeldismál landsliðsmanna í knattspyrnu sem hafa svo sannarlega dregið dilk á eftir:

„Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta í viðtali við Vísi og bætti við:

„Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og í öðru lagi á ég erfitt með að trúa þessu, einfaldlega vegna þess að ég hef unnið með þessum strákum í það langan tíma og ég hef ekkert nema gott um þá að segja. Þetta kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum.“

Heimir Hallgrímsson stýrði landsliðinu í sjö ár; hann stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2011-2018, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, svo við hlið Lars, og loks sem aðalþjálfari síðustu tvö árin. Heimir stýrði landsliðinu í lokakeppni EM og HM  í alls 78 leikjum sem aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari.

- Auglýsing -

Heimir segir að hans kynni af leikmönnum séu yfirleitt bara frá þeim tíu dögum eða svo sem venjuleg landsleikjatörn vari – ekkert mjög persónuleg.

„Þeir hafa bara verið til sóma þann tíma sem ég umgekkst þá og það voru nú heil sjö ár. Ekki að ég ætli að rengja þá upplifun sem þessar konur hafa. Ég á bara erfitt með að trúa þessu.

Ég vona bara að þetta fari í réttan farveg og að það komi lausn í þessi mál.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -