Miðvikudagur 4. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Heldur skrá yfir allt sem er í frysti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umhverfisvænn lífsstíll er tónlistarkonunni Hafdísi Bjarnadóttur hugleikinn.

 

„Það eru nokkur atriði sem ég geri mjög meðvitað og markvisst til að draga út matarsóun. Það fyrsta er að ég áætla alltaf aðeins of lítið í kvöldmat því ég vil frekar elda aðeins of lítið en bæta það þá frekar upp með eftirmat eða brauði eða einhverju slíku og þannig tryggja að það verði engir afgangar. En stundum geri ég akkúrat öfugt við þetta, elda risastóran skammt (sérstaklega ef ég á eitthvert hráefni sem ég þarf að fara að nota áður en það verður of seint) og ég frysti svo í passlegum skömmtum fyrir fjölskylduna.

Til að ég muni eftir að nota allt úr frystinum þá er ég með allt sem í honum er skráð í lista í tölvunni og svo stroka ég viðkomandi hlut út þegar ég tek hann úr frysti. Með þessu móti er ekkert sem dagar uppi í frystinum. Til að skapa pláss fyrir fleira síðar þá passa ég að taka í hverri viku eitthvað úr frystinum og hita það, ég hef meira að segja stundum verið með kerfi þar sem ég skrái í tölvuna hvað á að vera í matinn úr frysti langt fram í tímann.“

„il að ég muni eftir að nota allt úr frystinum þá er ég með allt sem í honum er skráð í lista í tölvunni…“

Hafdís mælir með að fólk noti frystinn á skapandi hátt. „Til dæmis ríf ég hvítlauk, set í krukku. Svo er um að gera að google-a bara hvort það sé sniðugt að frysta hitt og þetta, Netið lumar á ýmsum ráðum. Sömuleiðis er ég dugleg að google-a það hráefni sem ég á mikið af og finn þá sniðugar uppskriftir úr viðkomandi hráefni sem ég get stuðst við,“ útskýrir Hafdís.

Reglulega er hún svo með „afgangahlaðborð,“ í kvöldmat. „Þá notar maður sköpunargleðina til að búa til allskonar sniðugt úr hinu og þessu í ísskápnum. Kveikja á kerti og nota fína stellið og þá lítur þetta út eins og fínasta hlaðborð.“

Annað sem Hafdís kveðst gera er að taka box undir afganga með sér þegar hún borðar úti. Þá skoðar hún vel það sem er til í eldhúsinu áður en hún fer að versla og skipuleggur innkaupin eftir því.

- Auglýsing -

Þess má geta að Hafdís stofnaði Facebook-hópinn Síðasti séns! „Sá hópur hefur reynst mjög vel. Meðlimir hópsins og verslunarstarfsmenn birta þar myndir af vörum sem eru á niðursettu verði vegna stutts líftíma til að við sem reynum að versla slíkar vörur vitum hvar þær er að finna. Stundum er verið að gefa vörur, einmitt þess vegna á ég nokkra skammta af blómkáls- og brokkólísúpu inni í frysti þar sem Krónan var að gefa útlitsgallað brokkólí fyrir stuttu síðan. Gott fyrir jörðina og frábært fyrir peningaveskið.“

Sjá einnig: Getum ekki borðað uppáhaldsmatinn okkar á hverjum degi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -