Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Helga Möller var svikin en fann lausnina: „Hann byrjaði með annarri konu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ekki alls fyrir löngu skildi ég við manninn sem ég hef verið með í þrjú ár en hann byrjaði með annari konu, án þess að klára sambandið við mig. Ég veit vel að þetta gerist oft en það braut mig í mörg þúsund mola og ég upplifði mig vanmáttuga og að mér hafi verið hafnað. Það er vond tilfinning,“ skrifar Helga Möller, söngkona og flugfreyja, á Facebook-síðu sína. Helga lýsir af einlægni því áfalli sem hún varð fyrir eftir svik mannsins. Hún hætti á samfélagsmiðlum.

„Ég grét, vorkenndi mér mikið og dró mig í hlé,“ skrifar hún.

En  svo varð breyting og hún náði áttum. Hún átti leið í verslun í Hafnarfirði. Afgreiðslukonan þekkti hana.

„Það var frábær kona sem tók á móti mér og afgreiddi mig og sagðist vilja bera mér kveðju frá bróður sínum sem var með mér í 7 ára bekk í Laugalækjarskóla og bar mér svo vel söguna. Hún sagði að hann hefði verið lagður í einelti af strákunum í bekknum og sú eina sem stóð upp fyrir honum og varði hann var ég, 7 ára kríli,“ skrifar Helga.

Þessi upprifjun varð henni sem vakning. Þarna var komin lausnin á þeim erfiðleikum sem hún glímdi við eftir svikin.

„Ég leitaði mér aðstoðar hjá yndislegri konu sem hjálpaði mér mikið en eitt kvöldið þegar ég var lögst á koddann kom sagan um litla vin minn upp í kollinn á mér og ég hugsaði „Auðvitað” af hverju var ég ekki búin að átta mig á þessu?” Af hverju stend ég ekki með mér eins og þegar ég var lítil”.

- Auglýsing -

Þessi uppgötvun breytti bataferli hennar.

„Í dag stend ég sterk gegn þessari reynslu og þakka Guði fyrir að ég er enn sterk gegn svona óréttlæti og laus úr þessu sambandi“.

 

- Auglýsing -

Færsla Helgu í heild sinni:

Ég ákvað að draga mig frá samfélagsmiðlum til að ná mér af áfalli sem ég varð fyrir ekki alls fyrir löngu og langar til að deila með ykkur ásamt sögu sem opnaði augu mín hvernig ég gæti hjálpað mér í gegnum þetta.

Ég fór í verslun í Hafnarfirði sem selur undirföt og náttföt og keypti mér náttföt. Það var frábær kona sem tók á móti mér og afgreiddi mig og sagðist vilja bera mér kveðju frá bróður sínum sem var með mér í 7 ára bekk í Laugalækjarskóla og bar mér svo vel söguna.

Hún sagði að hann hefði verið lagður í einelti af strákunum í bekknum og sú eina sem stóð upp fyrir honum og varði hann var ég, 7 ára kríli. Ég man vel eftir honum og sé mig alveg í anda með hendur á mjöðmum að segja þeim að svona komi maður ekki fram við fólk.

Ég stóð með honum og ég stóð með mér.

Síðan hefst lífið og maður verður fyrir áföllum á leið sinni til fullorðinsáranna og sjálfið breytist, sem það gerði hjá mér án þess að ég ætli nánar út í það.

En réttlætiskenndin hefur aldrei breytst.

Ekki alls fyrir löngu skildi ég við manninn sem ég hef verið með í þrjú ár en hann byrjaði með annari konu, án þess að klára sambandið við mig.

Ég veit vel að þetta gerist oft en það braut mig í mörg þúsund mola og ég upplifði mig vanmáttuga og að mér hafi verið hafnað.

Það er vond tilfinning.

Ég grét, vorkenndi mér mikið og dró mig í hlé. Ég leitaði mér aðstoðar hjá yndislegri konu sem hjálpaði mér mikið en eitt kvöldið þegar ég var lögst á koddann kom sagan um litla vin minn upp í kollinn á mér og ég hugsaði “Auðvitað” “af hverju var ég ekki búin að átta mig á þessu?” Af hverju stend ég ekki með mér eins og þegar ég var lítil”

Ég var 7 ára og stóð upp í hárinu á öllum strákunum í bekknum og stóð með vini mínum en ég get ekki staðið með mér núna, fullorðin, gegn einum óheiðalegum manni sem fór illa með mig. Þessi uppgötvun breytti öllu bataferli mínum gegn þessum svikum og í dag stend ég sterk gegn þessari reynslu og þakka Guði fyrir að ég er enn sterk gegn svona óréttlæti og laus úr þessu sambandi.

Ég vona að þessi orð mín geti styrkt einhvern sem hefur lent í svipuðu og litli vinur minn og ég og hjálpi þeim að skilja að við erum öll nóg og eigum fullan rétt á að komið sé fram við okkur af virðingu.

Áfram litla ég! Áfram litli 7 ára vinur minn! Áfram Helga

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -