Laugardagur 15. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

10 ástæður til að slíta sambandinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Að slíta sambandi er aldrei auðvelt og erfitt getur verið að vita hvenær botninn er endanlega úr. Í pistli sem birtist á Psychology Today er reifað á tíu atriðum sem skera úr um hvenær samband er komið á endastöð.

Samskipti sem komin eru í þrot og áhugaleysi annars eða beggja til að vaxa saman eru ágætis vísbendingar um að sambandið standi á brauðfótum. Flestir stimpla sig út þegar sársauki og vonbrigði eru ríkjandi en óteljandi ástæður má finna fyrir sambandsslitum – en augljósustu ástæðurnar blasa oftast við.

Hér að neðan eru tíu vísbendingar um að vert sé að endurhugsa sambandið:

Ofbeldi

Ef um einhvers konar ofbeldi er um að ræða; þar á meðal líkamlegt, andlegt, tilfinningalegt eða fjárhagslega þá er tími til að leita sér aðstoðar og yfirgefa sambandið. Í þess konar aðstæðum er þarft að stíga hart niður.

Síendurtekið framhjáhald

- Auglýsing -

Það getur verið þrautinni þyngra að vinna sig í gegnum sársaukann sem fylgir einu framhjáhaldi og að endurbyggja traust í sambandinu. Endurtaki það sig eftir slíka vinnu er ekki þess virði að endurtaka sársaukann aftur. Fyrir fjölmarga eru slík svik með öllu ólíðandi.

Samskiptaleysi

Ef þið eruð hætt að eiga uppbyggjandi og innihaldsrík samskipti er sambandið í dauðateygjunum. Nærandi samskipti eru hornsteinn þess að vaxa saman. Ef ekkert er órætt og viðvarandi tilfinningalegt uppnám, þrátt fyrir ráðgjöf er vert að viðurkenna að sumir eiga einfaldlega ekki samleið.

- Auglýsing -

Áfengis- og vímuefnavandi

Fíklar eiga ekki í samböndum  — þeir eru með gísla. Því lengur sem meðvirkni fær að grossera í sambandinu, þeim mun erfiðari reynist að rjúfa samskiptamynstrið sem hefur skapast.

Langvarandi rifrildi

Ef undirliggjandi gremja og reiði ræður ríkjum þrátt fyrir sambandsráðgjöf má vera að vandinn sé orðinn það mikill að ekki er hægt að komast yfir hann. Þegar sársaukinn er orðinn langvarandi þá gefast flestir upp.

Neitar að fara í ráðgjöf

Ef annar aðilinn vill fara í sambandsráðgjöf þá þurfa báðir að fara. Ef annað ykkar vill ekki leita aðstoðar er það skýrt merki um að ekki sé áhugi á að vinna í sambandinu. Og án réttrar vinnu og sjálfsskoðunar munu öll sambönd deyja.

Illska og reiði

Þegar maki þinn er ekki góður við þig, er það merki um dýpri undirliggjandi vandamál sem hafa áhrif á báða aðila í sambandinu. Einhverjir geta verið ósnortnir ef einhver er viðstöðulaust reiður út í þá en aðrir geta það ekki.

Samþykkir ekki börnin þín eða gæludýr

Ef makinn þolir illa börnin þín skapast stöðugt andríki. Slík hið sama á við um gæludýrin þín sem fyrir mörgum eru eins og afkvæmi. Ef maka þínum líkar ekki við einhvern eða eitthvað sem þú elskar mun það bara skapa ósætti. Annað hvort þarf að laga það strax eða slíta sambandinu.

Ríkjandi andlegt ofbeldi

Ef maki þinn gerir lítið úr þér heima fyrir eða annarra viðurvist, lýgur að þér, uppnefnir eða kallar þig „geðveikan“, þá er viðkomandi að reyna að stjórna þér. Slík framkoma er ekki líðandi í heilbrigðu sambandi.

Þegar makinn vill ekki meira – þá er það búið

Leyfðu viðkomandi að fara og haltu áfram með líf þitt.

Það er auðveldara sagt en gert að slíta sambandi og miklar tilfinningar sem fylgja. En vert er að muna að því fyrr sem þú heggur á hnútinn, því fyrr mun sárið gróa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -