Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Helga Vala gagnrýnir Willum Þór harðlega: „Var kannski ekki best að kjósa Fram­sókn?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingkona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Helga Vala Helgadóttir, gefur heilbrigðisráðherra, Willumi Þór Þórssyni, nokkrar snöggar stungur í pistli sem birtist var í Morgunblaðinu í dag.

Helga Vala er undrandi á stöðunni í heilbrigðiskerfinu hér á landi í ljósi kosningaloforða Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar árið 2021:

„Sagðist flokk­ur­inn vilja skoða hvort til­efni væri til auk­ins einka­rekst­urs inn­an heil­brigðis­geir­ans, skila sem best­um og skjót­ust­um ár­angri, ráðast í fyr­ir­byggj­andi aðgerðir til að koma í veg fyr­ir vanda síðar og síðast en ekki síst tryggja öll­um íbú­um lands­ins þjón­ustu óháð bú­setu og efna­hag.“

Bætir við:

„Tvisvar á ári fær fjár­laga­nefnd inn­lit inn í heil­brigðis­kerfið við yf­ir­ferð sína um fjár­lög og fjár­mála­áætl­un og fær því býsna góða yf­ir­sýn yfir það hvar skór­inn krepp­ir og hvar hægt er að efla þjón­ustu og jafn­framt hagræða.

Nú þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur ann­ast mála­flokk­inn í rúmt ár fáum við eng­ar fregn­ir af áætl­un­um ráðherra en hins veg­ar stöðugar fregn­ir af upp­sögn­um lyk­il­starfs­fólks af Land­spít­ala. Sex af níu sér­fræðilækn­um á bráðamót­töku hafa sagt upp störf­um og tug­ir hjúkr­un­ar­fræðinga flúðu óboðleg­ar starfsaðstæður. Reynd­ur sér­fræðilækn­ir sem af­henti upp­sagn­ar­bréf sitt um ára­mót greindi svo frá að margít­rekað ákall til stjórn­valda um aukn­ar fjár­veit­ing­ar og aðgerðir hefði engu skilað.“

- Auglýsing -

Helga Vala gagnrýnir einnig ummæli Björns Zoega, fyrrverandi forstjóra Landspítalans og ráðgjafa heilbrigðisráðherra, um að spítalinn væri ekki vanfjármagnaður:

„Nán­asti ráðgjafi heil­brigðisráðherra svaraði heil­brigðis­starfs­fólk­inu brott­flúna og þeim sem enn þrauka í störf­um sín­um með því að Land­spít­al­inn væri vel fjár­magnaður. Sagði hann þurfa að for­gangsraða í störf­um inn­an spít­al­ans en viður­kenndi reynd­ar að það sem mætti einnig nefna væri að verk­efni spít­al­ans væru of mörg!“

Velferðarnefnd Alþingis á síðasta kjörtímabili – undir formennsku Helgu Völu – grandskoðaði heilbrigðiskerfið til að komast að því hvar væri hægt að bæta flæði sem og verkefnastjórn.

- Auglýsing -

Hún segir að í niðurstöðum þeirrar vinnu hafi verið bent á að víða mætti dreifa verkefnum betur; til þess þyrftu þó stjórnvöld að veita aukið fjármagn til annarra heilbrigðisstofnana Íslands:

„Við það að fjár­magn til heil­brigðis­stofn­ana um landið minnk­ar skerðist þjón­ust­an sem lend­ir á Land­spít­ala. Land­spít­al­inn er því í dag allt í senn þjóðar­sjúkra­hús, há­skóla­sjúkra­hús, bráðasjúkra­hús, héraðssjúkra­hús og ann­ast öldrun­arþjón­ustu. En ráðherr­ann hef­ur ekki kynnt nein­ar fyr­ir­ætlan­ir í þá veru held­ur send­ir sinn helsta ráðgjafa út í fjöl­miðla til að mótmæla brott­flúnu og yfir­keyrðu starfs­fólki sem reyn­ir eft­ir fremsta megni að veita nauðsyn­lega heil­brigðisþjón­ustu. Eng­in skila­boð eru um ein­hverja framtíðar­sýn, eng­in skila­boð til fólks um að það sé betra í vænd­um. Var kannski ekki best að kjósa Fram­sókn?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -