Þriðjudagur 18. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Helga Vala var mikill djammari: „Ég vildi bara skemmta mér með vinum mínum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis, ræðir m.a. einkalífið, æskuna og uppvaxtarárin í viðtali við Mannlíf.

Helga Vala er dóttir leikaranna Helgu Bachmann og Helga Skúlasonar sem bæði eru látin. Hún á tvo eldri bræður, Skúla og Hallgrím, og eina eldri hálfsystur, Þórdísi, sem býr í Danmörku. Skúli, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi alþingismaður, er sjö árum eldri en Helga Vala. „Hann þurfti að þola það að dröslast með mig í eftirdragi. Samband mitt við báða bræður mína er mjög gott og við erum mjög náin fjölskylda.“
Þess má geta að foreldrar þeirra voru flokksbundir í Sjálfstæðisflokknum. „Við systkinin höfum öll farið í áttina að jafnaðarmennskunni. Við erum vinstrisinnaðri.“

Það var ekki talað um pólitísk á heimilinu heldur leiklist. „Það var alltaf verið að tala um leiklist. Alla daga. Allan ársins hring í öllum boðum. Þetta var svolítið flókið fyrir þá sem komu nýir inn í fjölskylduna en þeir vöndust því fljótt að það var eiginlega bara talað um leiklist og aðrar listir.“

„ég var ekki í neyslu eða óreglu en Vesturbæjarkrakkarnir djömmuðu mikið á þessum tíma.“

Helga Vala segir að uppeldið hafi verið frjálslegt og mikill sveigjanleiki einkenndi það sem hafi falist í passlegu kæruleysi og miklu sjálfstæði. „Það var lítið um ramma en mikið um hvatningu. Ég held að það að hvetja börn áfram sé besti heimanmundur sem þau geti fengið og kenna þeim að það sé í lagi að gera mistök svo fremi sem það sé ekki á kostnað annarra.“

Hún segir að þau skilaboð úr uppeldinu að hún gæti gert allt hafi gert það að verkum að það vanti kannski pínulítið í sig þetta „hikgen“. „Ég hef bara brett upp ermar og farið í alls konar verkefni en sem betur fer endað standandi úr þeim flestum og lært mjög mikið af því.“

Helga Vala ólst upp í Vesturbænum og gekk í Melaskóla og Hagaskóla. „Mér gekk ágætlega í skóla en ég var ekkert fókuseruð á námið og skólann og eiginlega alls ekki og sérstaklega á unglingsárunum. Námið var neðarlega á forgangslistanum. Ég vildi bara skemmta mér með vinum mínum, ég var ekki í neyslu eða óreglu en Vesturbæjarkrakkarnir djömmuðu mikið á þessum tíma. Að minnsta kosti í mínum vinahópi.“

- Auglýsing -

Helga Vala segist hafa farið fulloft til skólastjóranna í þessum skólum. „Ég var óþekk, hortug og hvatvís. Ég var líka uppátækja- og afskiptasöm, klifraði utan á húsbyggingum og gerði ýmsar tilraunir með misjöfnum árangri. Sumt hefur elst af mér, annað ekki.“

Lestu viðtalið við Helgu Völu í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Mynd / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -