Sunnudagur 25. febrúar, 2024
0.8 C
Reykjavik

Hermann sterklega orðaður við Arion banka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Orðrómur er uppi um að Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá muni taka við af Höskuldi H. Ólafssyni sem bankastjóri Arion banka.

Hermann Björnson, forstjóri Sjóvá tryggingafélags, er sterklega orðaður við stöðu bankastjóra Arion banka. Eins og kunnugt er sagði Höskuldur H. Ólafsson starfi sínu lausu sem bankastóri Arion fyrr í mánuðinum eftir hafa starfað þar í níu ár og í kjölfarið hafa ýmsir verðir nefndir sem mögulegir arftakar Höskuldar.

Gott orð fer af Hermanni sem hefur starfað hjá Sjóvá síðan 2011. Fyrr á árinu var hann valinn yfirstjórnandi ársins af Stjórnvísi og í fyrra, á hundrað ára afmæli Sjóvár, varð félagið undir hans stórn, efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni sem mælir ánægju viðskiptavina fyrirtækja í nokkrum mismunandi atvinnugreinum. Hefur félagið einnig mælst mjög ofarlega þegar kemur að ánægju meðal starfsmanna. Þá greindi Viðskiptablaðið frá því í fyrra að Sjóvá hafi farið úr 472 milljóna tapi á þriðja ársfjórðungi 2017 í hagnað árið 2018. Ljóst er að Hermann hefur viðamikla reynslu úr viðskiptalífinu. Áður en hann tók við stöðu forstjóra Sjóvár árið 2011 hafði hann m.a. gengt starfi forstöðumanns rekstrardeildar Íslandsbanka, seinna stöðu forstöðumanns útibúasviðs Íslandsbanka og svo aðstoðarframkvæmdastjóra þess sviðs og síðar stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs hjá Kaupþingi. Vafalaust skemmir svo ekki fyrir Hermanni að á árunum 2009 til 2011 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs Arion banka.

Fleiri hafa verið orðaðir við stöðuna og er einn þeirra er Sigurður Viðarsson, forstjóri TM. Samkvæmt upplýsingum Mannlífs hafa forsvarsmenn Arion banka þegar haft samband við þá Hermann og Sigurð með forstjórastólinn í huga.

Aðrir sem hafa verið orðaðir við starfið eru Benedikt Gíslason, stjórnarmaður í Arion banka sem hefur starfað fyrir Kaupþing, sem enn er stærsti hluthafi bankans. Ármann Þorvaldsson, sem tók við sem forstjóri Kviku fjárfestingabanka 2017, Marínó Örn Tryggvason, aðstoðarforstjóri Kviku banka, Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar, Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri Marel, Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, hafa öll líka verið nefnd á nafn í þessu samhengi og nú fyrrnefndur forstjóri Sjóvár, Hermann Björnsson samkvæmt heimildum Mannlífs.

Staða bankastjóra Arion banka þykir mjög eftirsótt, ekki síst vegna launa. Þannig var Höskuldur Ólafs­son með 6,2 millj­ónir á mán­uð­i þegar hann gengdi stöðu bankastjóra Arion, eins og Kjarninn greindi frá í síðasta mánunði. En til samanburðar má geta þess að Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans var með 3,8 milljónir á mánuði í fyrra og Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka var með 5,3 millj­ónir á mán­uði. Þáverandi bankastjóri Arion banka var því lík­ast til launa­hæsti banka­maður lands­ins á meðan hann gegndi starfinu og líklegt að arftaka Höskuldar komi til með að vera boðinn enn betri kjör.

Þess má geta að Stefán Pétursson, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Arion bank­a, gegnir tímabundið starfi bankastjóra Arion, eða frá 1. maí og þar til stjórn hef­ur ráðið banka­stjóra til fram­búðar.

- Auglýsing -

Mynd: Sjóvá-Almennar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -