Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Hildur vann til verðlauna í nótt – Framúrskarandi árangur síðustu ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Guðna­dóttir tón­skáld vann til verðlauna í nótt á Critics Choice verðlaunhátíðinni í Los Angeles. Verðlaunin hlaut hún fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Kvikmyndin Everything Everywhere All at Once var valin besta mynd og leikonan Cate Blanchett fékk verðlaun fyrir leik sinn í myndinni Tár. Hildur var einnig tilnefnd til verðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking.

Hildur hefur sópað til sín verðlaunum síðustu ár en árið 2020 vann hún til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni Chernobyl. Sama ár vann hún Golden Globe- verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker og var fyrsta konan til að hljóta verðlaunin í 19 ár. Þá var Hildur fyrsti Íslendingurinn til þess að vinna Óskarsverðlaun og var í kjölfarið sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar. Mannlíf óskar Hildi innilega til hamingju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -