Miðvikudagur 11. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Hjátrú varðandi nýárs- og gamlársdag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Klæðstu nýjum fötum á nýársdag. Þannig áttu að geta aukið líkurnar á því að þú eignist fleiri nýjar flíkur á árinu.

Á miðnætti er mikilvægt að opna allar dyr hússins til að hleypa gamla árinu út og því nýja inn. Gott getur verið að sveifla hurðunum til þess að hjálpa til við þetta.

Hafðu hátt á miðnætti því þannig hræðirðu í burtu illa anda.

Eitt sinn var því haldið fram að fyrsti gestur nýja ársins gæti fært bæði lukku og ólukku. Sérstaklega þótti það heillvænlegt ef fyrsti gestur var hávaxinn dökkhærður maður. En ljóshærðir og rauðhærðir færðu ekki gæfu og ekki konur heldur.

Veðrið að morgni nýársdags skiptir máli. Ef það er sunnanvindur þá mun viðra vel á árinu og það verða heilladrjúgt. Ef það er norðanvindur þá verður slæmt veður á árinu. Austanvindur færir hungur á nýju ári en vestanvindur er merki um að á árinu verði nóg til af mjólk og fiski en auk þess mun einhver mikilvægur falla frá á árinu. Ef það er logn er það tákn um gleðilegt og hamingjuríkt ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -