Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Hjónin á Skrauthólum eru ráðalaus – „Ég er með læst á daginn, heima hjá mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin, Guðni Halldórsson og Kristjana Þórarinsdóttir, hafa fengið skýringu á níðstönginni sem var reist við bæ þeirra að Skrauthólum. Mannlíf fjallaði um málið en nágrannar hjónanna reka andlega atvinnustarfsemi ásamt ferðaþjónustu sem efnist Sólsetrið. Níðstöngin vakti óhug hjá hjónunum en fyrir stuttu bárust þeim skilaboð um að stönginni hefði verið beint að Sólsetrinu og starfseminni þar, ekki þeim. „Við byrjuðum að senda fyrirspurnir árið 2020 um hvaða leyfi séu til staðar, hvað við eigum að gera, hvert eigum við að tilkynna og svo framvegis,’’ sagði Kristjana í viðtali við Ísland í dag.

Þau hjónin segjast ítrekað verða fyrir ónæði vegna starfseminnar. Þá hafa börn þeirra einnig lent í óskemmtilegum atvikum en mætti sonur þeirra nöktum manni í eitt skiptið.
„Þá kemur nakinn maður labbandi í áttina að honum. Og honum bregður. Auðvitað. Unglingur í aðstæðum þar sem maður á ekki von á að mæta nöktum karlmanni. Og maðurinn segir við hann: What? I was born this way!,“ segir Kristjana.
„Ég er með læst á daginn, heima hjá mér – Við erum búin að reyna að gera allt í rauninni og hafa svo mikið fyrir því að reyna einhvern veginn að leita eftir aðstoð, tilkynna allt, reynum allt sem við getum. Og við fáum ekki áheyrn, sem er bara glatað.“
Vísir fjallaði fyrst um málið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -