Hlaut opið beinbrot eftir vinnuslys á Kjalarnesi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tilkynnt var um vinnuslys á fimmta tímanum í gær á Kjalarnesi. Maður var að losa gröfu af vagni þegar keðja slóst í fót hans og hlaut hann opið beinbrot. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í fyrirtæki í hverfi 108 í nótt. Rúða var brotin og farið inn. Maður var handtekinn skammt frá vettvangi og er hann grunaður um innbrotið.  Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Annar maður var handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi grunaður um eignaspjöll. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þá var tilkynnt um eignaspjöll í miðbænum í gær. Rúða var brotin í skóla en ekki er vitað um geranda.

Lögreglan fékk tilkynningu um mann í annarlegu ástandi nærri Slysadeild í Fossvogi í nótt. Hann var sagður vera með hníf.  Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Maðurinn er einnig grunaður um vörslu fíkniefna

Sex ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum í gærkvöldi og nótt. Tveir þeirra eru grunaðir um akstur án réttinda. Þá var tilkynnt um umferðaróhapp á Vesturlandsvegi í gærkvöldi. Ekið var utan í vegrið. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Ökumaður bifhjóls var stöðvaður í Garðabæ í gærkvöldi. Ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíknefna, akstur án réttinda, of hraðan akstur,  svigakstur og fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Bifreið var stöðvuð í Breiðholti á níunda tímanum í gækvöldi.  Bifreiðin reyndist vera ótryggð og voru skráningarnúmer klippt af. 

77 mál voru skráð milli 17:00 – 05:00 í dagbók lögreglu. Þá voru átta aðilar vistaðir í fangageymslu lögreglu.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Vopnaður maður í miðborginni

Annasamur sólarhringur er að baki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Lögreglu barst tilkynning um mann vopnaðan hnífi í miðborginni...

Ógnaði vegfaranda og reyndi að ræna hann

Erilsamur sólahringur er að baki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Lögregla handtók mann í miðborginni eftir misheppnaða ránstilraun. Hafði...