Mánudagur 4. nóvember, 2024
7.8 C
Reykjavik

Hópbílar ætla að upplýsa frumhlaup bílstjórans: „Við ætlum að fá botn í málið, því get ég lofað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rútubílstjórinn hjá Hópbílum sem í tvígang virti ekki tilmæli björgunarsveitamanna né lögreglu og þveraði þjóðveg 1 við Pétursey á jóladag hefur ekki enn skilað sér til borgarinnar. Mannlíf ræddi við Pálmar Sigurðsson, skrifstofu- og starfsmannastjóra hjá Hópbílum, og spurði um stöðu mála:

„Það er í sjálfu sér afskaplega lítið um það að segja eins og staðan er. Við erum náttúrulega bara að vinna í þessu máli og erum að skoða þetta mál og fá að vita nákvæmlega hvað gerðist þarna og af hverju það fór svona eins og fór.“

Björgunarsveitir aðstoðuðu við að losa rútuna við Péturey en þrátt fyrir endurtekin tilmæli hélt bílstjórinn áfram og festi rútuna aftur við afleggjarann hjá Hótel Dyrhólaey. Björgunarsveitir aðhöfðust ekki frekar í málinu eftir það.

„Þau eru sem sé enn þá á Hótel Dyrhólaey, þessi hópur sem var þarna á ferð og við eigum von á þeim í bæinn í dag þar sem veðri er nú farið að slota,“ segir Pálmar hjá Hópbílum að fyrirtækið muni í kjölfarið senda frá sér yfirlýsingu.

Þrýstingur frá ferðaskrifstofu

Mannlífi barst ábending að hópurinn hafi verið á vegum ferðaskrifstofu. Hópurinn átti bókaða hótelgistingu sem ekki fékkst endurgreidd. Bílstjóri og fararstjóri áttu að hafa staðfastlega neitað að halda förinni áfram en þrýstingur frá ferðskrifstofunni hafi ráðið för.

- Auglýsing -

Aðspurður hvort svo endurgreiðsluskilmálar hótelsins og þrýstingur ferðaskrifstofunnar hafi ráðið för svarar Pálmar:

„Við erum að skoða af hverju þetta gerist. Það er mjög leiðinlegt hvernig þetta lítur út og ég vona að það rétta í stöðunni komi svo í ljós og þá munum við að sjálfsögðu senda eitthvað yfir það. Við erum að bíða eftir að fólk skili sér í bæinn og þá verður þetta tekið hérna fyrir.“

Pálmar útskýrir jafnframt að margir þættir spili inn í.

- Auglýsing -

„Þessi bílstjóri, þrátt fyrir að vera erlendur bílstjóri þá er hann vanur […] og svo ertu þarna með hóp og fararstjóra og annað. Það er svo margt þarna inni sem að við þurfum að átta okkur á og hvað fór úrskeiðis.“

Á vegum hvaða ferðaskrifstofu er hópurinn?

„Ég bara veit það ekki. Ég var bara að koma til vinnu og er bara að fá þetta hérna inn á borð til mín. Þess vegna er ég að kalla eftir upplýsingum. Við sendum frá okkur um leið og það er komið eitthvað. Þetta er ekki eitthvað sem við viljum að sé að dansa svona í kringum okkur – það er nokkuð ljóst.“

Að lokum vill Pálmar ítreka að engin slys urðu á fólki. Hópnum var komið fyrir á hóteli var þar yfir jólin og er þar enn – eins og margir sem lentu í þessum vandræðagangi.

„Við ætlum að fá botn í málið, því get ég lofað þér,“ segir Pálmar að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -