Föstudagur 14. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Hrækti tvisvar á Maju í strætisvagni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Maðurinn gekk að mér og hrækti á mig. Ég var sem betur fer með gleraugu þannig að augun sluppu en ég er ekki viss hvort eitthvað hafi farið upp í mig,” segir Maja Svavarsdóttir, starfsmaður á sambýli fyrir geðfatlaða, um þá óhugnanlegu reynslu sem hún varð fyrir þegar maður hrækti á hana í strætisvagni.

Maja hefur búið í Malmö í Svíþjóð í 12 ár. Hún var á leiðinni í vinnuna í fyrir nokkrum dögum, að kvöldi til, þegar hún tók eftir öðrum farþega í vagninum sem hegðaði sér undarlega.

„Hann var allur á iði, fór að lemja í sætið fyrir framan sig og var að garga eitthvað. Mér heyrðist svo hann segja að hann hataði sænskar konur.“

Í strætisvagningum voru eingöngu innflytjendur. Hún segist hins vegar hafa verið sú eina í vagninum af evrópskum uppruna.

„Maðurinn gekk síðan í burtu en sneri síðan við og hrækti aftur á mig. Ég þurrkaði hrákann af mér og sá að hann var blóðlitaður. Ég fékk pínu sjokk og stelpa, sem sat ská móti mér, rétti mér sprittflösku og pappír.“

Maja segist ekki hafa þorað að gera neitt þar sem hún hélt að maðurinn myndi ráðast enn og aftur á sig.

- Auglýsing -

„Þar sem ég er að vinna með fólki sem er geðsjúkt þá veit ég að stundum er best að bregðast ekkert við. Maður getur þá verið í en meiri hættu.“ Hún hefur haft áhyggjur eftir uppákomuna og fór þrisvar í sturtu á hálfum sólarhring og burstar í sér tennurnar á um hálftíma fresti.

„Mér finnst ég vera skítug að innan og utan og ímynda mér að ég sé með Covid-19, HIV og alla sjúkdóma. Ég er búin að tala við hjúkrunarfræðing um að fara í tékk.“

Maja kærði manninn til lögreglunnar en það er eftirlitsmyndavél í vagninum. Hún fann fyrir kvíða og hræðslu þegar hún tók strætisvagn í vinnuna kvöldið eftir og bjóst alveg eins við að sjá manninn aftur.

- Auglýsing -

„Þetta hefur breytt mér. Ég mun hér eftir fara úr vagninum ef ég sé einhvern haga sér skringilega. Ég verð meira á varðbergi. Ég hef heyrt mikið um stelpur og konur hér í Svíþjóð sem hafa lent í því að innflytjendur frá ákveðnum svæðum séu að þukla á þeim í strætisvögnum og ég hef líka lent í því og ég er ekkert svakalega ung. Ég ráðlegg konum að vera á varðbergi og reyna að koma sér í mannfjölda ef þær verða varar við eitthvað óeðlilegt. Þjóðfélagið er því miður orðið þannig að maður getur ekki treyst neinum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -