Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Hraktist úr starfi hjá Húsavíkurbæ eftir kvörtun um kynferðislegt áreiti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Háskólanemi hraktist úr starfi hjá Húsavíkurbæ eftir að hún tilkynnti um kynferðislegt áreiti starfsmanns bæjarins. Maðurinn sem neminn kvartaði undan fékk síðar stöðuhækkun hjá bænum.

Í samtali við Mannlíf segist konan, sem treystir sér ekki til að láta nafn síns getið, ítrekað hafa beðið manninn um að hætta áreitinu en án árangurs. Á endanum sá hún enga aðra leið færa en að kvarta formlega en var þá beðin um að halda þessu leyndu. „Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir bæinn, hvernig tekið var á þessu máli þó ég sé þakklát fyrir þá hjálp sem ég þó fékk. Ég bað hann oft um að stoppa en hann vildi það ekki. Á endanum þurfti ég að gera eitthvað og tilkynnti því formlega.“

Að sögn konunnar byrjaði erindi hennar á borði þáverandi skrifstofustjóra Húsavíkurbæjar en þar fannst nemanum ekki vel tekið á móti sér. „Hún var ekkert ánægð að heyra þetta frá mér, bað mig um að auglýsa þetta ekki út á við og bað mig að fara tala við hann því við þyrftum að vera vinir,“ segir neminn.

Aðspurð um næstu skref segist hún hafa ritað bréf til Kristjáns Þórs Magnússonar bæjarsstjóra. „Þá var mér sagt að það væri ekkert hægt að gera í málinu, því þetta væru bara orð gegn orði. Fyrir vikið yrði ekki gert neitt formlega með þetta, ég beðin um þagnarskyldu og þetta væri innanhúsmál,“ segir konan.

Í samtali við Mannlíf hafnar hinn meinti gerandi, sem jafnframt verður ekki nafngreindur hér, alfarið ásökunum um áreitni af sinni hálfu og segir málið allt saman byggt á misskilningi. Kvörtunin hafi farið sína formlegu leið og fengið málefnalega afgreiðslu, að mati viðkomandi. „Þetta var nú allt saman á misskilningi byggt. Ég hafði aldrei haft samband við hana, kom hvergi nærri þessari stúlku og áreitti hana ekki á nokkurn einasta hátt. Það er allt og sumt og ég varð hissa þegar ég var kallaður til eftir kvörtunina. Misskilningurinn snérist í rauninni um eitthvað orðfæri hjá mér og þetta var látið niður falla þegar ég útskýrði þetta,“ segir maðurinn.

Gerðar voru tilraunir til að bera málið undir Kristján bæjarstjóra en án árangurs.

- Auglýsing -

Þú getur lesið málið í heild sinni hér í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs. Þú getur líka flett blaðinu eða hlaðið því niður hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -