Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Hraunar yfir RÚV vegna aukaleikara: „Sam­kvæmt samningi hefði hver átt að fá 50 þúsund krónur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta mál er mikil hneisa fyrir Ríkisútvarpið og með ólíkindum að sjá það viðhorf hjá framleiðanda skaupsins að söngatriðið hafi veitt söngvurunum tækifæri til að vekja á sér athygli, sem dugi þá til að sletta fimmþúsund kalli í hvern þessara atvinnumanna,“ segir rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson.

Guðmundur Andri deilir í dag frétt úr Frétta­blaðinu þar sem fram kemur að auka­leikarar í áramótaskaupinu hafi fengið fremur lítið greitt fyrir þá vinnu sína:

„Fengu söngvarar sem fram komu í at­riði um konu sem gleymdi að koma með fjöl­nota poka í Bónus einungis 5000 krónur greiddar fyrir þátt­töku sýna.“

Og það er ekki samkvæmt kjarasamningi, eins og Guðmundur Andri bendir réttilega á:

„Sam­kvæmt kjara­samningi FÍH við Ríkis­út­varpið hefði hver og einn þeirra átt að fá 50 þúsund krónur greiddar. Slík viðhorf eiga hvorki að sjást né heyrast – og aldrei í tengslum við þáttagerð hjá RÚV; hvað þá þegar um er að ræða aðalskemmtiþátt ársins – og hvað þá þegar um er að ræða vinsælasta atriðið í þeim þætti,“ segir bálreiður rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -