Mánudagur 15. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Pungarnir fóru upp um 13 prósent -Verð til sauðfjárbænda hækkað um 34% milli ára.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er gömul saga og ný að þorramatur þykir dýr. Reglulega kemur sú umræða upp. Þar er grúppan Vertu á verði engin undantekning. Og nú eru það súru hrútspungarnir frá SS sem eru seldir í Bónus sem þykja hafa hækkað óhóflega milli ára.

Súrir hrútspungar frá SS hafa hækkað um 13% milli ára í Bónus.  Í janúar 2022 kostaði kílóið 3879 krónur en kostar núna 4398 krónur. Þess má einnig geta að blaðamaður sá súra hrútspunga frá SS í Nettó á 4899 krónur sem er 11 prósent dýrara en í Bónus.

Mannlíf leitaði viðbragða hjá framleiðanda.

„SS hækkaði súrmat um 14% milli ára sem er umtalsvert en að okkur sýnist mun minna en aðrir framleiðendur gerðu,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri SS.

Steinþór segir að hafa verði í huga að verð til sauðfjárbænda hafi hækkað um nálægt 34% milli ára. Svo 14% er lítið í því ljósi að hráefnið hafi hækkað nær 30%.

Einnig bendir hann á að þeir hafi engin afskipti af smásöluverði og hugsanlegt er að álagning verslana hafi breyst milli ára án þess að þeir hafi nokkrar upplýsingar um það.

- Auglýsing -

Hann vísar í könnun á súrmat í verslunum sem þeir gerðu styðji að SS hafi hækkað mun minna en aðrir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -