Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Hryðjuverkamálið: „Myndi sæta furðu ef þeir gefa út á­kæru fyrir til­raun til hryðju­verka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Engin ákæra hefur verið gefin út í hryðju­verka­málinu svokallaða, en gæslu­varð­hald rennur út 8. desember.

Sveinn Andri Sveins­son er lög­maður annars sak­borningsins segir í samtali við Fréttablaðið að það myndi vekja furðu ef gefin verði út á­kæra fyrir til­raun til hryðju­verka.

|
Sveinn Andri Sveinsson.

Kom fram að í síðustu viku sagði héraðssaksóknari að rannsókn málsins væri lokið; það er nú hjá saksóknara, sem taka mun afstöðu til þess hvort mennirnir tveir verði ákærðir.

Sveinn Andri segir að sjálfur hafi hann ekkert heyrt frá á­kæru­valdinu varðandi á­kæru í málinu og segir að mögu­lega verði gæslu­varð­haldið lengt:

„Þeir gætu haft þá inni til 14. desember, þá eru tólf vikur liðnar. Þeir þurfa að gefa út á­kæru fyrir tólftu vikuna, svo gætu þeir mögu­lega fram­lengt gæslu­varð­haldið ef á­kæran er þess efnis. Það er erfitt að ráða í það hvað á­kæru­valdið ætlar að gera. Það myndi sæta furðu ef þeir gefa út á­kæru fyrir til­raun til hryðju­verka. Við verðum bara að bíða og sjá.“

Sveinn Andri segist vera í góðu sambandi við manninn:

- Auglýsing -

„Við tölum reglu­lega. Hann er að taka þessu öllu af merki­legri yfir­vegun. Það er búið að setja hans líf á hliðina, þeirra tveggja,“ sagði Sveinn Andri.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -